

Skannað og skundað komið á Hvolsvöll!
Frá og með 19. október verður í boði að Skanna og skunda í Krónunni Hvolsvelli. Með Skannað og skundað lausninni í Snjallverslunar appinu getur þú verslað vörur með því að skanna þær úr hillu og setja beint í körfuna þína, jú eða bara beint í pokann. Greiðir í appinu, sýnir starfsmanni staðfestingarskjá og skundar svo út í daginn!