Mæting er hjá Perlunni í Öskjuhlíð sunnudaginn 15. september. Fyrsta start verður kl. 10 fyrir yngstu kynslóðina á sparkhjólunum og svo taka eldri flokkar við eftir það.
Börn í eldri flokkum á aldrinum 6 -12 ára hjóla ca. 2 km langan hring í Öskjuhlíðinni og eru hringirnir mismargir eftir aldri/flokki.
ATH: Hjálpardekk og rafmagnsknúin hjól eru ekki leyfð.
Allir þátttakendur fá verðlaunapening og glæsilega gjöf að lokinni keppni. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin í kvk og kk flokki í elsta aldursflokknum U13.
Krónuhjólið verður á staðnum með poppi og ávöxtum fyrir alla og þá verður drykkurinn Hydration Xpress i boði, en hann fyllir vel á sölt og vítamín eftir góða æfingu.