Heillakarfan er ný lausn í Krónuappinu sem telur stig fyrir vörur úr þínum innkaupum sem eru þér og umhverfinu til heilla. Heillakarfan hjálpar þér að skapa jákvæðar venjur í daglegum innkaupum. Vöruflokkar sem gefa stig eru tíu talsins og eru valdir út frá heildrænni sýn. Horft er á þætti eins og umhverfi, lýðheilsu, endurnýtingu, umbúðir og vottanir.
Þú getur stillt mánaðarleg markmið, fengið yfirsýn yfir vörur sem hafa gefið þér stig og borið saman við síðustu mánuði.
Til að virkja körfuna þarf bara að sækja nýjustu útgáfu af Krónuappinu.
Hér er hægt að uppfæra í nýjustu útgáfu:
Við fögnum þeim, sendu okkur línu..
Hefur oft verið þekkt sem sanngirnisvottun, en vottunin tryggir sanngjarnari vinnuskilyrði og samninga fyrir bændur og verkafólk í þróunarlöndum. Með Fairtrade vottun hafa bændur og verkafólk meiri réttindi, frekari stjórn yfir sínum starfshögum og hvernig þau fjárfesta í sinni framtíð.
Svanurinn er samnorrænt umhverfismerki með það að markmiði að draga úr umhverfisáhrifum af vörum eða þjónustu og auðvelda neytendum að velja umhverfisvænni kosti. Kröfur Svansins tryggja að vottuð vara er betri fyrir umhverfið og heilsuna með því að skoða allan lífsferilinn og setja strangar kröfur um helstu umhverfisþætti vöru eða þjónustu. Undir þennan flokk falla líka vörur sem bera Evrópublómið, evrópsku umhverfisvottunina, sem og aðrar umhverfisvottanir.
Minnkun matarsóunar er eitt af mikilvægari skrefum sem þörf er á til að takast á við loftslagsbreytingar en þriðjungi þeirra matvæla sem framleidd eru á heimsvísu er sóað. Með því að draga úr matarsóun má vernda umhverfið, nýta auðlindir betur og spara fé. Með því að breyta umgengni okkar við mat getum við dregið úr óþarfa sóun.
Ferskt grænmeti og ávextir telja í Heillakörfuna! Grænmeti og ávextir eru mikilvægur hluti af hollu mataræði en hollusta þeirra er meðal annars fólgin í ríkulegu magni af vítamínum, steinefnum og ýmsum öðrum hollum efnum. Í grófu grænmeti er auk þess mikið af trefjum. Þegar borðaðir eru ávextir og mikið af grænmeti eru minni líkur á þyngdaraukningu, hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki af tegund 2 og ýmsum tegundum krabbameina. Ráðlagt er að borða fimm skammta af grænmeti og ávöxtum á dag eða minnst 500 gr. samtals.
Tannmerkið á við um sykurlaust tyggjó sem og drykki sem innihalda lægra en 5.5pH gildi sýrustigs. Þeir drykkir teljast því betri fyrir tennurnar en aðrir gosdrykkir.
Eitt einfaldasta skref sem einstaklingur getur gert til að milda loftslagsáhrif er að tileinka sér mataræði ríkara af plöntufæði, en stærsti hluti kolefnisspors á sér stað í framleiðsluferli matvæla. Einnig hafa rannsóknir sýnt að grænmetisfæði minnkar líkur á kransæðasjúkdómum, háum blóðþrýstingi og sykursýki. Baunir, linsur, hnetur og fræ eru góður og próteinríkur kostur.
Í lífrænum matvælum eru síður notuð aukaefni í framleiðsluferli, sem styður þannig við líffræðilegan fjölbreytileika. Lífrænar vottanir má aðeins nota á vörur sem hafa verið vottaðar sem lífrænt ræktaðar af viðurkenndri vottunarstofu eða stjórnvöldum. Það þýðir að framleiðendur hafa uppfyllt ströng skilyrði um það hvernig þau verða að framleiða, vinna, flytja og geyma sínar vörur.
Við erum hlynnt hringrásarhagkerfinu og finnst frábært að sleppa umbúðum þegar það er hægt. Þannig verndum við umhverfið og að flokka verður óþarft. Vörur eins og glerflöskur er hægt að nota mörgum sinnum áður en þeim er fleygt, og með því að koma með eigin umbúðir komum við í veg fyrir aukna framleiðslu. Að sleppa umbúðum er því ein leið til að viðhalda verðmætum auðlinda eins lengi og mögulegt er og minnka þannig umhverfisáhrif okkar.
Eitt einfaldasta skref sem einstaklingur getur gert til að milda loftslagsáhrif er að tileinka sér mataræði ríkara af plöntufæði, en stærsti hluti kolefnisspors á sér stað í framleiðsluferli matvæla. Því hafa aðrir hlutir framleiðsluferlis, eins og flutningur og umbúðir, minni áhrif í stóra samhenginu.
Burðar- og fjölnotapokar kosta allt frá 55-699 kr. Að kaupa poka í hverri búðarferð telur, og með því að koma með poka að heiman nýtum við það sem við eigum nú þegar og spörum þannig bæði krónur og mikilvægar auðlindir og orku. Með því að skila pokum í heimsendingu eða sleppa kaupum á pokum í búðarferð færðu stig.
Ég keypti vöru sem er merkt lífræn og/eða umhverfisvottuð en fékk ekki stig
Ég sé ekki Heillakörfuna á prófíl skjánum mínum
Hvað þýða þessi stig?
Ég og minn maki verslum oft í sitthvoru lagi í Krónuappinu og líka á vefnum. Getum við sameinað stigin okkar í Heillakörfuna?
Ég vil ekki nota Heillakörfuna, hvernig tek ég hana út?