Jibbí, Krónan Granda opnar á ný!
Fimmtudaginn 21. september kl. 15:00 opnum við endurbætta og stórglæsilega verslun okkar á Granda. Líkt og í öllum okkar verslunum þá munum við bjóða upp á fjölbreytt vöruúrval á hagstæðu verði. Einnig svörum við ákalli viðskiptavina um meira úrval af tilbúnum réttum - nú geta viðskiptavinir meðal annars nælt sér í Tokyo Sushi, WokOn og Rotissiere þegar þeir versla á Grandanum!
Sem fyrr leggjum við áherslu á ferskleika með stórri og glæææsilegri ávaxta- og grænmetisdeild! 🍎🥬
Hefurðu prófað að Skanna og skunda?
Það verður fullt af girnilegum opnunartilboðum dagana 21.-24. sept. Ef þú Skannar og skundar með Krónuappinu er einnig 5% afsláttur af öllum vörum í búðinni!