Pokastöð

Psst… Mundu eftir fjölnota pokanum

Við erum hætt með plastpoka í öllum verslunum okkar. Með þessu erum við að leggja áherslu á notkun fjölnota pokanna. En auðvitað gæti vantað poka eða hann gleymst heima og þá má finna gott úrval af fjölnota pokum til sölu í verslunum okkar.  Við bjóðum einnig upp á pappapoka ef fjölnota pokarnir gleymast heima.

Af hverju erum við hætt með plastpoka?

Verslunum er óheimilt að selja plastpoka skv. frumvarpi Alþingis sem tók gildi 1. janúar 2021.

Hvaða pokar koma í staðinn?

Með þessu erum við að leggja áherslu á notkun fjölnotapokanna. En auðvitað gæti vantað poka eða hann gleymst heima þá má finna úrval af fjölnota pokum til sölu í verslun okkar og við bjóðum einnig upp á pappapoka ef fjölnota pokarnir gleymast heima.

Hversvegna pappa pokar og eru þeir FSC vottaðir?

Við hvetjum viðskiptavini að nota fjölnotapoka en pappírspokinn er bæði niðurbrjótanlegur og endurvinnanlegur. Pokarnir eru með FSC vottun.

FSC vottun (Forest Stewardship Council) er vottun um sjálfbæra skógrækt. merkir að allur viður sem varan er upprunin úr skógum sem stjórnað er með sjálfbærum hætti. Í FSC merktri skógrækt eru ekki felld fleiri tré en skógurinn nær að endurnýja. Jafnframt tryggir FSC vottun að dýra- og plöntulíf er verndað og að starfsmenn skógræktarinnar fá nauðsynlegan öryggisútbúnað og sæmileg laun.

Hvað get ég notað sem ruslapoka?

Við seljum niðurbrjótanlega maíspoka á rúllum sem leysa plastpokana af hólmi.

Eru ekki þær pokalausnir sem nú bjóðast miklu dýrari en plastburðarpokinn?

Við erum meðvituð um að viðskiptavinir okkar vilja valkosti og erum því með fjóra ólíka verðflokka á pokum til sölu þar sem sá ódýrasti er á 55 krónur. Þú þarft í raun bara að nota ódýrasta fjölnota pokan tvisvar sinnum og þá er það ódýrari lausn en tveir einnota plastpokar.

Krónu karfan

© 2024

-

Krónan

-

Kt. 711298 2239

-

Skrifstofa Krónunnar

-

Sími: 585 7000

-

Dalvegur 10-14

-

201 Kópavogur