Drulluhlaup Krónunnar
Drullu- og hindrunarhlaup Krónunnar er hluti af Íþróttaveislu UMFÍ og 100 ára afmæli UMSK. Drulluskemmtilegt hlaup þar sem fjölskyldan vinnur saman að því að komast í mark í skítugasta hlaupi ársins í Mosfellsbæ.
Hvar: Íþróttamiðstöðinni að Varmá, Mosfellsbæ.
Dagsetning: Laugardagur 13. ágúst 2022.
Hvenær: Kl. 11:00 - 14:00.
Hlaupaleið: Leiðin er samtals 3,5 km og inniheldur 21 hindrun.
Upphaf: Við Íþróttamiðstöðina að Varmá.
Endir: Við Íþróttamiðstöðina að Varmá.
Umsjón: Ungmennafélagið Afturelding, frjálsíþróttadeild ásamt UMSK.
Líf og fjör: Eva Ruza og Siggi Gunnars halda stuðinu uppi. Krónuhjólið verður á staðnum!
Fyrir hverja er Drulluhlaupið?
Viðburðurinn er fyrir alla fjölskylduna og eða einstaklinga þar sem tíminn skiptir ekki máli heldur að komast í gegnum allar hindranirnar á leiðinni. Áhersla er lögð á skemmtilega hreyfingu, gleði og samvinnu.
Hvernig fer hlaupið fram?
Hlaupaleiðin er drulluskemmtileg og krefjandi en hringurinn er 3,5 km langur með fjölda hindrana sem þarf að yfirstíga. Fjölskyldur hlaupa saman og hjálpast að við að komast í gegnum hindranirnar eða leysa saman þrautirnar. Hlaupaleiðin er skemmtileg og krefjandi en þó eiga allir, 8 ára og eldri, að komast í gegnum hana með aðstoð foreldra og/eða forráðarmanna.
30 manna hópar verða ræstir út með 5 mínútna millibili frá kl. 11:00 - 14:00. Við skráningu fá þátttakendur úthlutað tíma.
Rás- og endamark er staðsett við Íþróttahúsið við Varmá og þar mun ríkja partýstemning frá því að hlaupið hefst og þar til því er lokið. Þar verður hægt að hvetja keppendur áfram og njóta samverustundar með fjölskyldum og vinum.
Er hægt að skola af sér eftir hlaupið?
Já! Það verður skolstöð á staðnum og frítt í sund fyrir þátttakendur.
Hvað kostar að taka þátt?
Einstaklingsskráning: 2.500 kr fyrir hvern þátttakanda
Hópskráning (4 í hóp): 6.000 kr fyrir hvern 4. manna hóp. Notið kóðann DRULLUHOPUR í reitinn "Afsláttarkóði" þegar þið skráið ALLAN hópinn í einu.
