© 2025 - Krónan
Kt. 711298 2239
Skrifstofa Krónunnar
Sími: 585 7000
Dalvegur 10-14
201 Kópavogur
kronan@kronan.is
© 2025 - Krónan
Kt. 711298 2239
Skrifstofa Krónunnar
Sími: 585 7000
Dalvegur 10-14
201 Kópavogur
kronan@kronan.is
Drullu- og hindrunarhlaup Krónunnar og UMFÍ - þar sem fjölskyldan vinnur saman að því að komast í mark í skítugasta hlaupi ársins í Mosfellsbæ. Viðburðurinn er fyrir alla fjölskylduna og eða einstaklinga þar sem tíminn skiptir ekki máli heldur að komast í gegnum allar hindranirnar á leiðinni. Áhersla er lögð á skemmtilega hreyfingu, gleði og samvinnu.
Hvar: Íþróttamiðstöðinni að Varmá, Mosfellsbæ.
Dagsetning: Laugardagur 16. ágúst 2025.
Viðburðurinn er fyrir alla fjölskylduna og eða einstaklinga þar sem tíminn skiptir ekki máli heldur að komast í gegnum allar hindranirnar á leiðinni. Áhersla er lögð á skemmtilega hreyfingu, gleði og samvinnu.
Sérstök drullubraut verður á svæðinu fyrir börn yngri en átta ára sem kostar ekki í. Tilvalið fyrir aðstandendur að koma með alla fjölskylduna og hvetja þátttakendur.
Hlaupaleiðin er drulluskemmtileg og krefjandi en hringurinn er 3,5 km langur með fjölda hindrana sem þarf að yfirstíga. Fjölskyldur hlaupa saman og hjálpast að við að komast í gegnum hindranirnar eða leysa saman þrautirnar. Hlaupaleiðin er skemmtileg og krefjandi en þó eiga allir, 8 ára og eldri, að komast í gegnum hana með aðstoð foreldra og/eða forráðarmanna.
Rás- og endamark er staðsett við Íþróttahúsið við Varmá og þar mun ríkja partýstemning frá því að hlaupið hefst og þar til því er lokið. Þar verður hægt að hvetja keppendur áfram og njóta samverustundar með fjölskyldum og vinum.
Það verður skolstöð á staðnum til að skola af sér eftir hlaupið og frítt í sund fyrir þátttakendur.