Fallback alt
Fallback alt

Kannast þú við Krónuvinina átta?

Krónuvinirnir eru ólíkir og með mismunandi þarfir — en allir einstakir á sinn eigin hátt.

Er einhver týpa þarna sem þú tengir sérstaklega við? Mögulega Skannaskund eða Grænavæna? Kannski ertu jafn sparsamur og Tilboðsþefur eða klár eins og Körfukíkir.

Hver sem þú ert þá tökum við vel á móti þér.

Kammólína

Kammólína kynnist fólki
við kælinn eða brauðmetið.
Um spergilkál og spínatpasta
— spjallar þar við allskyns lið.

Leynist Kammólína í þér? Ef þú getur ekki beðið eftir að komast í búðina að spjalla, smakka og kammóast dálítið, þá eru afgreiðslutímarnir okkar hér.

 

 

Gúrmegaur

Yfir andlit Gúrmegaurs
gleðiljómi færist
þegar hann á eðalostum
einvörðungu nærist.

Þú getur gúrmeað þig upp á aðeins 15 mínútum á jólahlaðborði Krónunnar. Gæði og gott verð — ódýrara en að fara út að borða með fjölskylduna. Vertu smá Gúrmegaur.

 

 

Skannaskund

Þarna birtist Skannaskund
og skimar eftir vörum.
Löngu áður en þú heilsar
— er hún samt á förum.

Stundum erum við öll Skannaskund. Viljum sleppa röðinni og komast hratt í gegn. Skannað og Skundað er vesenfrítt, einfalt og snjallt. Morgunskund gefur gull í mund.

 

 

Tilboðsþefur

Ef Tilboðsþefur tilboð sér
tekur hann á rás.
Kippir með sér klabbinu
og kaupir af því glás.

Hér eru nokkur snjallræði sem Tilboðsþefur gefur:

  • Eltu „Ódýrt“ merkið. Það táknar ódýrustu vöruna í sínum flokki.

  • Nældu þér í vörur á „Síðasta séns“. Minni sóun og betra verð.

  • Mættu með lista í búðina. Þú getur búið þá til á vefnum eða í appinu. Og geymt þangað til næst.

  • Ekki gleyma fjölnotapokanum. Betra fyrir umhverfið OG sjúklega töff!

  • Kíktu á ávaxtamarkaðinn, þar finnur þú alltaf ódýrt og hollt bland í poka.

 

 

Grænavæna

Grænavæna vegan kýs
— og veit það manna best
að grænfóðraðir gúrme–réttir
geta toppað flest.

Grænt er gott! Við mælum með vegan hlaðborði og uppskriftum fyrir fólk sem vill fjölbreyttan og hollan mat. Því grænt hentar öllum, hvort sem það er með eða sér.

 

 

Körfukíkir

Óvænt birtist Körfukíkir
og kemur upp að þér. 
Veltir upp öllum vörunum 
— og virðir fyrir sér.

Það er gott að fá innblástur. Hugmyndir að réttum, tilbúnar uppskriftir, eða bara rétt að kíkja á hvaða góðgæti leynist í næstu körfu. Það býr nefnilega nettur Körfukíkir í okkur öllum.

 

 

Heimakæra

Heimakæra hugsar snjallt
hvað svo sem að vantar.
Hún situr klár í sófanum
með símtækið — og pantar.

Stundum er ansi freistandi að panta bara heim. Sleppa búðarferðinni og fá allt heim að dyrum. Það er líka hægt að nýta sér Smellt og Sótt og grípa vörurnar með á leiðinni heim.

 

 

Einilíus

Einilíus röltir um
með eina körfu, tóma.
Á það til að arka heim
— með einn pela af rjóma.

Einilíus er einfaldur maður — ekki mikið fyrir magnpakkningar og skoðar gjarnan rétti sem eru tilbúnir til upphitunar. 

Við getum flest dottið í smá Einilíus. Þurfum kannski bara eitthvað eitt. Eitthvað tilbúið í ofninn eða viljum aðeins tríta okkur. Það má.

Krónan

Við þurfum ekki þetta stress,

það má líka dóla.

Hérna færðu allt til alls

— allt sem þarf, til jóla.

Krónu karfan

© 2024

-

Krónan

-

Kt. 711298 2239

-

Skrifstofa Krónunnar

-

Sími: 585 7000

-

Dalvegur 10-14

-

201 Kópavogur