

Kannast þú við Krónuvinina átta?
Krónuvinirnir eru ólíkir og með mismunandi þarfir — en allir einstakir á sinn eigin hátt.
Er einhver týpa þarna sem þú tengir sérstaklega við? Mögulega Skannaskund eða Grænavæna? Kannski ertu jafn sparsamur og Tilboðsþefur eða klár eins og Körfukíkir.
Hver sem þú ert þá tökum við vel á móti þér.

Ef Tilboðsþefur tilboð sér
tekur hann á rás.
Kippir með sér klabbinu
og kaupir af því glás.
Hér eru nokkur snjallræði sem Tilboðsþefur gefur:
Eltu „Ódýrt“ merkið. Það táknar ódýrustu vöruna í sínum flokki.
Nældu þér í vörur á „Síðasta séns“. Minni sóun og betra verð.
Mættu með lista í búðina. Þú getur búið þá til á vefnum eða í appinu. Og geymt þangað til næst.
Ekki gleyma fjölnotapokanum. Betra fyrir umhverfið OG sjúklega töff!
Kíktu á ávaxtamarkaðinn, þar finnur þú alltaf ódýrt og hollt bland í poka.

Einilíus röltir um
með eina körfu, tóma.
Á það til að arka heim
— með einn pela af rjóma.
Einilíus er einfaldur maður — ekki mikið fyrir magnpakkningar og skoðar gjarnan rétti sem eru tilbúnir til upphitunar.
Við getum flest dottið í smá Einilíus. Þurfum kannski bara eitthvað eitt. Eitthvað tilbúið í ofninn eða viljum aðeins tríta okkur. Það má.

Við þurfum ekki þetta stress,
það má líka dóla.
Hérna færðu allt til alls
— allt sem þarf, til jóla.