Engin röð, bara fjör!
Með Skannað og skundað lausninni í Snjallverslunar appinu getur þú verslað vörur með því að skanna þær úr hillu og setja beint í körfuna þína, jú eða bara beint í pokann. Greiðir í appinu, skannar QR kóða af skjánum þínum undir spjaldtölvu á sjálfsafgreiðslusvæði og skundar svo út í daginn!
Skannað og skundað er í boði í öllum Krónuverslunum.
Vertu memm!
Sjá allar uppskriftir
Heillakarfan
Heillakarfan er ný lausn í Krónuappinu sem telur stig fyrir vörur úr þínum innkaupum sem eru þér og umhverfinu til heilla. Heillakarfan hjálpar þér að skapa jákvæðar venjur í daglegum innkaupum. Vöruflokkar sem gefa stig eru tíu talsins og eru valdir út frá heildrænni sýn. Horft er á þætti eins og umhverfi, lýðheilsu, endurnýtingu, umbúðir og vottanir.
Til að virkja körfuna þarf bara að sækja nýjustu útgáfu af Krónuappinu.
Sjá allar fréttir
Dagana 16.-24. nóvember stendur Evrópska nýtnivikan yfir en markmið átaksins er að hvetja fólk til að draga úr óþarfa neyslu, nýta hluti betur og draga þannig úr myndun úrgangs.
Heillakarfan hlaut Hvatningarverðlaun CreditInfo og Festu fyrir framúrskarandi sjálfbærni og nýsköpun.
Viðurkenningarhátíð Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), var haldin fimmtudaginn 10. október og hlutu 130 fyrirtæki viðurkenningu fyrir að hafa náð markmiði um jöfnun kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækisins.
Þú færð gjafakortin við kassa í öllum verslunum Krónunnar. Gjafakort eru einnig afgreidd frá skrifstofu Festi á Dalvegi, eða hægt óska eftir því að fá gjafakortin send til kaupanda/viðtakanda.
Ef vara er merkt ódýr þá þýðir það að þetta sé ódýrasta varan í þessum vöruflokki og að hún sé á sambærilegu verði og í næstu lágvöruverðsverslun.
Allar verslanir Krónunnar hafa hlotið Svansvottun. Kröfur Svansins fyrir dagvöruverslanir eru strangar og ná yfir marga umhverfisþætti í rekstri verslana, svo sem matarsóun og flokkun úrgangs, orkunotkun, framboð lífrænna og umhverfisvottaðra vara og fræðslu og miðlun til viðskiptavina. Krónan er eina verslunin á landinu með Svansvottun og ein af þremur á öllum Norðurlöndunum.