Skilmálar

Notendaskilmálar

  • Almennt

Þessi vefsíða er í eigu og rekin af Krónunni, kt. 711298-2239, Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi, Íslandi. Krónan er skuldbundið og rekið skv. lögum og reglum íslenska ríkisins. Vinsamlegast lestu þessa notkunarskilmála vandlega áður en þú notar vefsíðu Krónunnar. Með notkun á þessari vefsíðu samþykkir þú að vera bundin/n af þessum skilmálum og til að fara eftir öllum viðeigandi lögum og reglum. Ef þú samþykkir ekki þessa notkunarskilmála, önnur viðeigandi skjöl og takmarkanir sem þér eru gerðar grein fyrir á meðan þú notar þessa vefsíðu, þá er þér óheimilt og þú samþykkir að nota ekki að neinu leiti þessa vefsíðu.

2. Skilgreiningar

Til að nota „notkunarskilmála vefsíðu Krónunnar“: „Við“ og „okkar“ í öllum föllum á við og fjallar um fyrirtækið Krónan. „Þú“ og „ykkar“ í öllum föllum á við um þann eða þá sem eru að nota þessa vefsíðu (einnig í gegnum þriðja aðila). „Vefsíða“ og „vefsíðan“ á við um þessa vefsíðu. „Notkunarskilmálar“ og „skilmálar“ eiga við „notkunarskilmála vefsíðu Krónunnar“.

3. Umfang þessara skilmála

Þessir skilmálar eiga aðeins við þessa vefsíðu, alla notkun á þessari vefsíðu og innri síðum þessarar vefsíðu.

4. Upplýsingavernd og kökur

Vefsíða Krónunnar notar tól til að greina hvernig notendur nota síðuna. Greiningartólið notar „kökur“ sem eru textaskjöl sem er komið fyrir á tölvunni þinni til að safna nafnlausum upplýsingum um nethegðun og skrá upplýsingar um gesti vefsíðunnar. Upplýsingarnar sem kakan sendir um notkun þína á vefsíðunni (þar með talin IP-tala þín) er send til greiningartóla hjá þriðja aðila. Þessar upplýsingar eru síðan notaðar til að meta notkun gesta á síðunni og til að taka saman tölulegar upplýsingar um notkun vefsíðunnar til að sjá hvenær, hvaðan og hversu margir nota síðuna og hvort þeir hyggist nota hana, þ.e. kaupa eitthvað á henni, skrá sig á póstlistann o.s.frv. Hvorki við né greiningartól þriðja aðila munum nota upplýsingarnar til að safna persónulegum upplýsingum þeirra sem nota síðuna. Þjónustuaðilar munu ekki tengja IP-tölu við neinar aðrar upplýsingar þess sem á hana og notar síðuna. Hvorki Krónan eða áðurnefndur þriðji aðili munu tengja IP-töluna við persónuupplýsingar notanda. Við munum aldrei tengja upplýsingar sem við söfnum við neinar persónugreinanlegar upplýsingar notanda. Allar upplýsingar sem eru settar inn á síðuna (s.s. tölvupóstfang, símanúmer o.s.frv.) munu aldrei verða seldar, dreifðar eða að öðru leyti deilt með þriðja aðila.

  • Frekari upplýsingar um HTTP kökur: en.wikipedia.org/wiki/HTTP_cookie

  • Frekari upplýsingar um persónugreinanlegar upplýsingar: en.wikipedia.org/wiki/Personally_identifiable_information

Ef þú hefur frekari spurningar varðandi greiningu þriðja aðila á upplýsingum vefsíðunnar, vinsamlegast hafið samband við personuvernd@kronan. Við tökum fram að við förum án undantekninga eftir lögum íslenska ríkisins, nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

5. Hugverk

Allar upplýsingar, gögn og efni sem sett er fram á þessari vefsíðu, þar með talin (en takmarkast þó ekki við) nöfn, vörumerki, verð og uppsetning vefsíðunnar; er bundið höfundarrétti, vörumerkjavernd, vernd upplýsingabanka og öðrum reglum um vernd á hugverki. Þú mátt aðeins nota þessar upplýsingar og efni handa þér persónulega en ekki til að selja áfram eða í þeim tilgangi að hagnast á því sjálf/ur. Öll notkun á upplýsingum og efni án leyfis er óleyfileg og mun brjóta í bága við notkunarskilmála þessarar vefsíðu og mun brjóta í bága við lög um vernd á hugverki. Ef slík ólögleg notkun kemur upp þá áskiljum við okkur rétt til að hefja lögsókn eða á annan hátt verja okkur, án þess að tilkynna þér það sérstaklega fyrirfram.

6. Öryggi

Þú getur aðeins notað þessa vefsíðu fyrir þig persónulega og þú ert ábyrg/ur fyrir því að geyma með þér þær upplýsingar sem þú setur á vefsíðuna s.s. nafn, netfang, símanúmer eða persónulegar upplýsingar. Ef þú af einhverjum ástæðum telur að aðgangur þinn að vefsíðunni sé ekki lengur öruggur td. vegna þess að þú hefur týnt upplýsingunum, verið rænd/ur eða eitthvað annað hefur komið upp sem veldur því að þriðji aðili gæti haft aðgang að upplýsingum þínum, þá skaltu án tafar breyta þeim upplýsingum sem við á.

7. Breytingar á notkunarskilmálum þessarar vefsíðu

Við áskiljum okkur fullan rétt til að breyta þessum skilmálum hvenær sem er og slíkar breytingar munu gerast strax og við breytum þessum texta. Áframahaldandi notkun þín á síðunni og aðgangur er bundinn því að þú samþykkir þessa breyttu skilmála.

8. Hlekkir á aðrar vefsíður

Þessi vefsíða gæti innhaldið hlekki á aðrar vefsíður. Við stjórnum hvorki né getum breytt þeim upplýsingum, vörum og innihaldi slíkra síðna. Notkun þín á þessum síðum er á þína eigin ábyrgð.

9. Fyrirvari um ábyrgð

Upplýsingarnar og þjónustan sem birtist á þessari vefsíðu getur innifalið ónákvæmni, villur og úreltar upplýsingar. Við gefum okkur ekki að allar upplýsingar eigi við þig eða að þjónustan henti þér. Upplýsingarnar birtast eins og þær eru án ábyrgðar.

Með því að nota þessa vefsíðu samþykkir þú að þú munir aldrei valda skaða beint eða óbeint vegna notkunar á vefsíðunni eða vegna innihalds hennar, þar með talið að upplýsingarnar hverfi, hvort heldur sem er vegna þess að þú brýtur þessa skilmála, skaðar (einnig með vanrækslu), skemmir vöruna (vefinn/innihald) eða á nokkurn annan hátt. Ofangreindur fyrirvari um ábyrgð nær þó aðeins til þess sem leyfilegt er skv. íslenskum lögum.

10. Bótakrafa

Það er skilyrði notkunar á vefsíðunni að þú samþykkir að bæta, verja og fría okkur ábyrgð gegn öllum kröfum, útgjöldum og skemmdum sem koma upp vegna notkunar þinnar á vefnum.

11. Ýmislegt

Ef við höfum gleymt að setja eitthvað hér inn í þessa skilmála sem við erum þó vernduð gegn vegna notkunar þinnar á vefnum skv. íslenskum lögum og reglum, þá höfum við þó ekki afsalað okkur rétti okkar gagnvart einum né neinum.

Ef einhver hluti þessara skilmála eru dæmdir ógildir eða óframkvæmanlegir þá mun sá hluti verða fjarlægður úr skilmálunum án þess að það breyti neinu um skilmálana að öðru leyti.

12. Gildandi lög, tungumál og lögsaga

Með því að nota þessa vefsíðu samþykkir þú þessa skilmála og aðgerðir sem verða vegna þeirra, komi upp einhver deilumál eða kröfur vegna eða tengd notkun á vefsíðunni. Öll deilumál munu verða afgreidd skv. íslenskum lögum og þú samþykkir það með notkun á síðunni. Hinsvegar munum við hefja lögsókn gegn hverjum þeim sem brýtur þessa notkunarskilmála á Íslandi eða hvar sem sá sem brýtur þá er.

Krónu karfan

© 2024

-

Krónan

-

Kt. 711298 2239

-

Skrifstofa Krónunnar

-

Sími: 585 7000

-

Dalvegur 10-14

-

201 Kópavogur