Greiðsluskilmálar miðast við úttektir líðandi mánaðar og greiðslu 15 dögum eftir lok mánaðar. Viðskiptareikning ber að halda í skilum.
Einungis lögaðilar geta sótt um viðskiptareikning hjá Krónan ehf.
Hægt er að sækja um reikningsviðskipti á kronan.is
Krónan ehf. áskilur sér rétt til að hafna umsóknum án rökstuðnings.
Viðskiptaskilmálar geta breyst eða fallið niður án fyrirvara.
Fullnægjandi tilkynning á nýjum viðskiptaskilmálum telst vera: almennur tölvupóstur og/eða birting á heimasíðu Krónan ehf.
Viðskiptamannakort eru eign Krónan ehf.
Krónan ehf. getur lokað viðskiptareikningi og viðskiptamannakortum vegna vanskila eða misnotkunar án fyrirvara á hvaða tímapunkti sem er.
Tímabil miðast við líðandi mánuð.
Gjalddagi er síðasti dagur úttektarmánaðar og eindagi 15 dögum eftir lok tímabils.
Ef greiðsla dregst bætast dráttarvextir við reikningsupphæðina frá gjalddaga.
Athugið að 290 kr. seðilgjald bætist við hvern greiðsluseðil.
Innheimtukostnaður bætist við ef um verulegan greiðsludrátt er að ræða.
Eftir 15 daga greiðsludrátt fer krafa í milliinnheimtu og eftir 50 daga í löginnheimtu.
Viðskiptareikningur er bundinn við ákveðna hámarksfjárhæð. Ákvörðun hámarksfjárhæð úttektar viðskiptamanns skal ákveðin af Krónunni í samráði við viðskiptamann.
Krónan ehf. er heimilt að leita allra upplýsinga sem fyrirtækið telur nauðsynlegar til að afgreiða umsókn viðskiptamanns svo sem upplýsingar frá Creditinfo og frá viðskiptabönkum.
Viðskiptamenn Krónan ehf. heimila með umsókn sinni allar tilkynningar um vanskil sem hafa varið lengur en 40 daga til Lánstraust hf.
Krónan ehf. kann að fara fram á ábyrgðir sem Krónan ehf. telur nauðsynlegar fyrir skilvísum greiðslum úttekta. Þær geta verið í formi sjálfskuldarábyrgðar og/eða bankaábyrgðar.
Viðskiptamaður er ábyrgur fyrir öllum úttektum og skuldbindur sig til að greiða úttektir eins og þær birtast á sölunótum sem staðfestar hafa verið við kaup.
Einungis er hægt að versla út í reikning með framvísun á viðskiptamannakorti Krónan ehf. við úttektir í verslun eða með því að tengja viðskiptamannakort við aðgang að Snjallverslun.
Viðskiptavinur er ábyrgur fyrir öllum úttektum, óháð því hver notar kortið og skuldbindur sig til að greiða úttektir eins og þær birtast á sölunótum sem staðfestar hafa verið við kaup.
Ef kort eða lykill tapast ber eiganda þess að tilkynna það tafarlaust til Krónunnar. Frá því tilkynningin berst Krónan ehf. er viðskiptavinur ekki ábyrgur vegna misnotkunar viðskiptamannakorts.
Viljið viðskiptavinur loka viðskiptamannakorti skal það vera tilkynnt skriflega í tölvupósti á innheimta@kronan.is
Með því að sækja um viðskiptareikning og staðfesta skilmála Krónan ehf. heimilar umsækjandi Krónan ehf. að nota allar skráðar upplýsingar, þ.m.t. tölvupóstfang, símanúmer og almennar upplýsingar úr þjóðskrá, til að unnt sé að veita umbeðna þjónustu. Umsækjandi veitir Krónan ehf. einnig samþykki fyrir að vinna með upplýsingar um kaup hans á vörum og þjónustu Krónan ehf. til markaðssetningar og almannatengsla fyrir Krónan ehf. Umsækjandi getur afturkallað samþykki sitt með því að senda póst á netfangið: kronan@kronan.is. Nánari upplýsingar um meðferð persónuupplýsinga er að finna í persónuverndarstefnu Krónan ehf. Upplýsingar um viðskiptamann eru varðveittar meðan viðskiptahagsmunir Krónan ehf. krefjast þess. Allir vinnsluaðilar Krónan ehf. og aðilar sem Krónan ehf. velur til samstarfs hafa undirritað viðeigandi trúnaðaryfirlýsingu og vinnslusamning í samræmi við ákvæði persónuverndarlaga.
Hreyfingaryfirlit, opnun og lokun viðskiptakorta, afrit af reikningum, úttektarheimildir og önnur þjónusta viðskiptareikninga er framkvæmd af þjónustuveri Festi hf., móðurfélags Krónan ehf. Viðskiptamenn geta haft samband við innheimta@kronan.is og óskað eftir þjónustu þar.
Mál sem rísa út af túlkun og efni þessara skilmála, svo og innheimtumál vegna úttekta, er heimilt að reka fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.