Engin röð, bara fjör!

Skannað og skundað

Skannað og skundað er ný lausn í Snjallverslunar appinu okkar en með henni getur þú verslað vörur með því að skanna þær úr hillu og setja beint í körfuna þína, jú eða bara beint í pokann. Greiðir í appinu, sýnir starfsmanni staðfestingarskjá og skundar svo út í daginn! Lausnin er nú virk í Lindum, Akrabraut og Granda. Við stefnum á að klára innleiðingu í allar verslanir Krónunnar árið 2022.

Vertu memm!

Pssst… mikilvægt að græja áður en mætt er á svæðið:

1. Sækja Snjallverslunarappið eða uppfæra í nýjustu útgáfu:

2. Opna Skannað & skundað í appinu og skrá sig inn með rafrænum skilríkjum

3. Skrá greiðslukortaupplýsingar

4. Ísí písi… þá geturðu byrjað að skanna og skunda!

Hvernig virkar þetta í appinu?

Algengar spurningar…

Oooog svör við þeim:

Hvar er hægt að skanna og skunda?

Skannað og skundað er í boði í Krónunni Lindum og Akrabraut og verður innleitt í fleiri verslanir á næstu vikum og mánuðum.

Hvernig skanna ég ávexti og grænmeti?

Annars vegar með því að skanna strikamerki við viðkomandi vöru eða með því að smella á gula takkann og velja ávexti og grænmeti úr listanum.

Ég er búinn að skanna vörurnar og greiða fyrir þær, hvað gerist næst?

Þú sýnir starfsmanni á svæðinu staðfestingarskjáinn í símanum þínum. Ef þú lendir í slembiúrtaki þá seturðu pokana þína á borðið við útganginn og starfsmaður staðfestir kaupin. Að því loknu er allt klárt..Ísí písí!

Verð ég að vera með rafæn skilríki til að geta verslað í Skannað og skundað?

Já.

Þarf ég að nota göngugrindina? 😝

Við bjóðum upp á sérstakar kerrur til að skanna vörur í meðan þú skundar. Það þarf sannarlega ekki að nota þær 🙂 Þú getur komið með þinn eigin poka og skannað vörur ofan í hann!

Hvað eru slembiúrtök?

Við tökum slembiúrtök til að tryggja að allar vörur séu klárar í körfunni hjá Krónuvinum.

Þetta er svo einfalt og gaman!