Persónuverndarstefna í Snjallverslun Krónunnar

Við berum virðingu fyrir þér og persónuupplýsingum þínum. Við viljum að þú sért upplýst(ur) um það með einföldum hætti hvernig og af hverju við söfnum, notum, og varðveitum persónuupplýsingar um þig og hvaða réttindi þú hefur gagnvart okkur.

Hver erum við?

Krónan ehf. er lágvöruverðsverslun á matvörumarkaði sem rekur verslanir víðsvegar um landið. Krónan er í eigu Festi hf.

Krónan ehf., kt. 711298-2239, Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi, Ísland. Sími: 585-7000 . Netfang: kronan@kronan.is. Vefur: www.kronan.is

Hvaða upplýsingum söfnum við um þig og hvenær ?

Við söfnum og varðveitum ýmsar persónuupplýsingar um viðskiptavini okkar. Við söfnum og vinnum mismunandi persónuupplýsingar eftir því hvaða þjónustu þú hefur óskað eftir því að við veitum þér og í hvaða tilgangi þú hefur samskipti við okkur. Þá söfnum við og vinnum ólíkar persónuupplýsingar um þig eftir því hvort þú ert sjálf/ur persónulega í viðskiptum við okkur eða hvort þú kemur fram fyrir hönd lögaðila sem er í viðskiptum við okkur, til dæmis fyrir hönd birgja.

Þegar þú ert í viðskiptum við okkur. Þegar þú ert sjálf/ur í viðskiptum hjá okkur söfnum við og höldum utan um upplýsingar sem tengjast viðskiptasögu þinni hjá okkur. Tilgangur þessa er að afgreiða vörupöntun þína og koma vörunum til þín. Upplýsingar sem söfnum í þessum tilgangi eru m.a.:

  • Nafn þitt, kennitala, heimilisfang, símanúmer og tölvupóstfang.

  • kreditkortanúmer, debetkortanúmer, reikningsupplýsingar eða aðrar fjárhagsupplýsingar.

Þegar þú vilt vera í sambandi við okkur. Þegar þú vilt vera í tengslum við okkur og fá upplýsingar frá okkur (s.s. fréttabréf, markpósta og hugmyndir) með reglubundnu millibili ert þú beðin/n um að veita okkur nauðsynlegar upplýsingar. Þú velur sjálf/ur hvort að þú fáir þessar upplýsingar. Upplýsingar sem söfnum og vinnum í þessum tilgangi eru m.a.:

  • Samskipti sem þú velur að eiga við okkur, s.s. tölvupóstar, skilaboð send í gegnum vefviðmót, hljóðrituð símtöl, bréf eða önnur samskipti.

Þegar þú vilt betri þjónustu. Í sumum tilfellum bjóðum við þér að veita okkur viðbótarupplýsingar um þig í þeim tilgangi að gefa okkur kost á að veita þér betri þjónustu. Hér er átt við þjónustu sem er persónulega sniðin að þér og gefa okkur kost á að veita þér betri yfirsýn yfir viðskipti þín við okkur og að vekja athygli á vörum sem þú ert líkleg/ur til að vilja en síður upplýsingar um vörur sem þú hefur að líkindum lítinn áhuga á. Þessi þjónusta er valkvæð. Við biðjum þig því sérstaklega um samþykki þitt fyrir þessari vinnslu persónuupplýsinga og þér er heimilt að draga samþykki þitt til baka síðar. Upplýsingar af þessu tagi eru t.d.:

  • lýðfræðilegar breytur á borð við; fjölskyldustærð, aldur, mataræði.

  • kaupsögu þína hjá okkur, þ.á m. hvaða vöru og þjónustu þú hefur keypt hjá okkur áður.

Þegar þú notar vefþjónustur okkar. Þegar þú notar vefviðmót okkar söfnum við jafnframt persónuupplýsingum með vefkökum (e. cookies), IP-tölum og öðrum upplýsingum tengdum tækinu sem þú notar (s.s. gerð vélbúnaðar, útgáfu stýrikerfis o.þ.h.). Þú velur sjálf/ur hvort þú veitir okkur þessar upplýsingar.

  • Upplýsingar um notkun þína í Snjallverslun, þ.á.m. upplýsingar um vöruleit þína, ætlaða staðsetningu þína (með þínu samþykki), upplýsingar um tækið sem þú notar og hvaða vörur og efni í Snjallverslun þú skoðar.

  • Upplýsingar um notkun þína á vefsvæðum og í Snjallverslun okkar. Hér er m.a. átt við upplýsingar um hvenær þú heimsækir vefinn okkar eða Snjallverslun, hve lengi þú notar vefinn eða Snjallverslunina, ætlaða staðsetningu þína þegar þú notar síðuna, og upplýsingar um tækið sem þú notar til þess að fara inn á síðuna.

Hvernig söfnum við persónuupplýsingum um þig?

Við söfnum upplýsingum um þig með þrennskonar hætti. Í fyrsta lagi söfnum við upplýsingum sem þú sjálf/ur lætur af hendi í samskiptum við okkur, í öðru lagi söfnum við upplýsingum sem eru skráðar sjálfvirkt og í þriðja lagi söfnum við upplýsingum frá öðrum aðilum, til dæmis frá þjóðskrá.

Upplýsingar sem þú lætur af hendi. Við skráum og geymum þær upplýsingar sem þú lætur af hendi með notkun þinni á Snjallverslun. Í sumum tilfellum getur þú valið um að gefa ekki upp tilteknar upplýsingar en virkni og upplifun þín í Snjallverslun verður betri eftir því sem þú gefur okkur upp betri upplýsingar.

Upplýsingar sem eru sjálfvirkt skráðar. Við söfnum og geymum gögn með sjálfvirkum hætti þegar þú notar Snjallverslun. Þetta eru upplýsingar um hvaða vörur þú skoðar og kaupir auk upplýsinga um hvernig þú nýtir efnið og þjónustuna sem nálgast má í Snjallverslun.

Upplýsingar af öðrum uppruna. Við höfum aðgang að upplýsingum um þig frá þriðja aðila í sumum tilfellum. Hér er átt við upplýsingar eins og nafn þitt og heimilisfang úr Þjóðskrá. Þá fáum við einnig upplýsingar frá aðilum sem sjá um heimsendingar um aðgengi á afhendingarstað.

Skráning á þessum upplýsingum gerir okkur kleyft að veita þér þá þjónustu sem þú hefur óskað eftir og eftir atvikum að bæta upplifun þína í Snjallverslun.

Um heimildir okkar til að safna og vinna persónuupplýsingar

Við söfnum og vinnum persónuupplýsingar einungis á þeim grundvelli að okkur er það heimilt samkvæmt lögum um persónuvernd. Heimildir okkar til að vinna persónupplýsingar þínar eru ólíkar eftir því hver tilgangur vinnslunnar er í hvert og eitt skipti. Hér verða nefnd dæmi um þær heimildir sem við byggjum á við vinnslu persónuupplýsinga.

Í dagsdaglegri starfsemi okkar byggjum við vinnslu persónuupplýsinga aðallega á eftirtöldum heimildum:

  • Samþykki. Þú hefur gefið okkur samþykki fyrir því að vinna með persónuupplýsingar þínar í tilteknum tilgangi. Þetta á til að mynda við þegar við sendum þér skilaboð um tilboð og annað efni sem kann að vekja áhuga þinn og þegar við nýtum upplýsingar þínar til að bæta þjónustu og upplifun þína af Snjallverslun.

  • Til að efna samning eða koma samningi á. Ákveðin vinnsla persónupplýsinga er nauðsynleg til þess að við getum veitt þér þá þjónustu sem þú hefur óskað eftir og greitt fyrir, til að mynda selt þér vörur sem þú hefur keypt og sent þær heim til þín.

  • Til að uppfylla lagaskyldu. Í sumum tilfellum er vinnsla persónuupplýsinga nauðsynleg til þess að við getum uppfyllt tilteknar skyldur sem á okkur hvíla samkvæmt landslögum. Til að mynda kann okkur að vera skylt að vinna persónupplýsingar um þig á grundvalli laga um bókhald og annað slíkt. Þá kann okkur einnig að vera skylt að vinna slíkar upplýsingar vegna forvarna gegn svikum og peningaþvætti.

Við getum einnig þurft að vinna persónupplýsingar sem grundvallast á öðrum heimildum en dæmi um það er:

  • Lögmætir hagsmunir okkar eða annars aðila. Hér er átt við vinnslu persónuupplýsinga sem er nauðsynleg til að gæta lögmætra hagsmuna okkar eða annars aðila. Slík vinnsla er einungis unnin ef þeir lögmætu hagsmunir sem að er stefnt eru taldir veigameiri en hagsmunir þínir af því að vinnslan sé ekki unnin. Vinnsla á grundvelli þessarar heimildar fer einungis fram í undantekningartilvikum og að því tilskyldu að fram hafi farið mat á gagnkvæmum hagsmunum.

  • Brýnir og mikilvægir hagsmunir. Þá kann vinnsla að fara fram á grundvelli þess að hún sé nauðsynleg til að vernda brýna og mikilvæga hagsmuni þína eða annars aðila.

Í hvaða tilgangi vinnum við persónuupplýsingarnar þínar?

Við vinnum persónupplýsingar þínar í ýmsum tilgangi.

Ef þú velur að veita okkur ekki upplýsingar um þig, getur það komið niður á þeirri þjónustu sem við getum veitt þér. Hér má nefna að ef þú kýst að gefa okkur ekki upp nafn þitt, heimilisfang og greiðsluuplýsingar þínar getum við hvorki afgreitt þær vörur sem þú vilt versla né sent þær heim til þín.

Tilgangur okkar með vinnslu persónupplýsinga þinna er til að mynda eftirfarandi:

Afhenda þér vörur og veita góða þjónustu. Við vinnum persónuupplýsingar aðallega í þeim tilgangi að selja þér þær vörur sem þú vilt kaupa af okkur og veita þér þjónustu sem þú hefur óskað eftir. Jafnframt vinnum við upplýsingar þínar til að gera þér kleift að nálgast yfirlit viðskipta þinna við okkur á þínum síðum í Snjallverslun.

Gera upplifun þína sniðna að þér. Við skráum aðgerðir þínar í versluninni og notum upplýsingarnar til þess að verslunin nýtist þér með sem bestum hætti og upplifun þín í Snjallverslun sé aðlöguð þínum þörfum. Samþykki þitt er nauðsynlegt til að þessi vinnsla geti farið fram.

Vera í sambandi við þig. Með þínu samþykki vinnum við persónupplýsingar þínar í þeim tilgangi að geta sent þér skilaboð, tilboð eða óskað eftir upplýsingum frá þér um hvernig við getum bætt þjónustu okkar.

Vinna úr kvörtunum og ábendingum. Ef þú sendir okkur ábendingu eða kvörtun munum við almennt vinna með tengiliðaupplýsingar þínar, s.s. nafn og netfang, og efni þeirrar kvörtunar eða ábendingar sem þú hefur kosið að koma á framfæri.

Veita þér innsýn í þína neyslu og viðskiptasögu. Við vinnum persónuupplýsingar þínar í þeim tilgangi að veita þér greinargóðar upplýsingar um viðskipti þín við okkur en með því færðu betri upplýsingar um neyslu þína og viðskiptasögu. Þessi gögn eru meðal annars birt með myndrænum hætti og unnin úr kaupsögu þinni.

Tölfræði og persónusnið. Við notum persónuupplýsingar þínar til tölfræðilegra greininga sem hjálpa okkur að skilja viðskiptavini okkar betur. Það gerir okkur mögulegt að þjónusta þig betur og gera breytingar á þeim þjónustum sem við veitum. Þetta á við hvort sem um er að ræða breytingar í verslunum, á vef eða í Snjallverslun.

Öryggi og myndavélaeftirlit. Í verslunum okkar eru eftirlitsmyndavélar og þeir viðskiptavinir sem heimsækja verslanir okkar kunna því að vera teknir upp á mynd. Vinnsla á þeim upplýsingum sem safnast með myndavélaeftirliti fer fram í eigna- og öryggisskyni og byggir á lögmætum hagsmunum okkar og fer fram í samræmi við lög um persónuvernd.

Kökur og sambærileg tækni

Við notum vafrakökur á vefsvæðum okkar og sambærilega tækni í Snjallverslun fyrir snjallsíma. Við notum kökur m.a. til þess að tryggja bestu mögulegu upplifun notenda. Vafrakökur eru notaðar í margvíslegum tilgangi, þar á meðal til að bæta okkar þjónustu, til greiningar og til að beina auglýsingum til markhópa.

Frekari upplýsingar um [notkun okkar á vefkökum](https://kronan.is/stefna-um-vafrakokur/) má nálgast í [stefnu um vefkökur](https://kronan.is/stefna-um-vafrakokur/).

Deilum við upplýsingum með þriðja aðila?

Við kunnum að miðla persónuupplýsingum þínum til þriðja aðila á grundvelli þeirra heimilda sem fjallað er um í stefnu þessari. Það eru meðal annars aðilar sem miðla greiðslum í gegnum greiðslukort, aðilar sem sinna heimsendingum og þjónustuver. Þá kann að vera að við nýtum þjónustu þriðja aðila til þess að miðla til þín skilaboðum með tölvupóstum eða öðrum leiðum. Þá notum við þjónustu þriðja aðila við hýsingu persónuupplýsinga í tölvukerfi okkar.

Við miðlum eingöngu persónurekjanlegum upplýsingum með vinnsluaðilum sem eru okkar þjónustuveitendur eða verktakar. Við gerum ávallt vinnslusamninga við þessa aðila lögum samkvæmt þar sem kveðið er á um nauðsynlegt öryggi í tengslum við vinnslu og geymslu persónuupplýsinga. Vinnsluaðili er sá sem vinnur persónuupplýsingar fyrir, samkvæmt fyrirmælum og undir stjórn ábyrgðaraðila, þ.e. Krónunnar. Ábyrgðaraðili er hins vegar sá sem ákvarðar tilgang og aðferðir við vinnslu.

Okkur langar til að upplýsa þig um okkar vörur og þjónustu

Af og til langar okkur að segja þér frá frábærum tilboðum, hugmyndum, vörum og þjónustu. Við viljum segja þér frá atriðum sem þú gætir haft áhuga á og þegar þú hefur veitt okkur samþykki þitt fyrir því. Þá þurfum við í sumum tilfellum að senda þér skilaboð sem eru nauðsynleg til að við getum veitt þér þjónustuna sem þú hefur beðið um.

Þessi samskipti geta átt sér stað í gegnum almennar póstsendingar eða heimsendingar á vörum, með tölvupósti, textaskilaboðum eða öðrum rafrænum hætti. Þú hefur sjálf/ur val um þær leiðir sem við notum til að senda þér skilaboð.

Við munum ekki senda þér markaðsskilaboð ef þú veitir okkur ekki samþykki þitt fyrir slíkum skilaboðasendingum. Ef þú nýtir sér þjónustu okkar þá verðum við engu að síður í sumum tilfellum að senda þér skilaboð sem eru tengd þjónustu okkar. Ef þú skiptir um skoðun hvort og með hvaða hætti við megum senda þér markaðsskilaboð getur þú breytt stillingum þínum með því að skrá þig inn á þinn aðgang í Snjallverslun.

Við biðjum þig að athuga að það kann að taka einhvern tíma fyrir tölvukerfin að taka á móti skilaboðum þínum um að þú viljir dragir samþykki þitt til baka eða afþakkir skilaboð. Í einhvern tíma eftir það kanntu að fá áframhaldandi skilaboð þar sem afturköllun þín er í vinnslu í kerfunum. Þetta er vegna þess að einhver skilaboð gætu þegar verið á leiðinni til þín.

Þín réttindi gagnvart okkur?

Við viljum vekja athygli þína á að þú nýtur ýmissa réttinda í tengslum við vinnslu okkar á persónuupplýsingum þínum og okkur er annt um að þú sért meðvituð/aður um réttindi þín og við virðum þau.

Þú hefur rétt á því að fá upplýsingar frá okkur um það hvernig persónuupplýsingar þínar eru nýttar af okkur og hvaða upplýsingar við höfum um þig. Þú hefur einnig rétt á því að uppfæra upplýsingar um þig þannig að þær séu réttar og óska eftir leiðréttingum. Þá hefur þú í sumum tilfellum rétt til þess að upplýsingum um þig sé eytt. Þá hefur þú rétt á því að fá aðgang að öllum upplýsingum sem við höfum um þig en með því að skrá þig inn á Snjallverslun getur þú nálgast upplýsingar að mestu leyti. Viljir þú fá nánari aðgang, eða upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga þinna, eða óska eftir að upplýsingum um þig sé eytt getur þú óskað eftir því með því að senda tölvupóst á netfangið personuvernd@kronan.is

Vakni upp spurningar eða athugasemdir í tengslum við persónuverndaryfirlýsingu þessa eða vinnslu okkar, eða ef þú vilt kvarta yfir mögulegu broti á persónuverndarlögum þá getur þú sent persónuverndarfulltrúa okkar póst á netfangið personuvernd@kronan.is. Við munum leggja allt kapp við að bregðast við svo fljótt sem auðið er.

Þú hefur einnig alltaf rétt á því að beina kvörtun þinni til Persónuverndar í samræmi við gildandi lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, nú lög nr. 90/2018. Á heimasíðu stofnunarinnar, www.personuvernd.is, getur þú lagt fram kvörtun og leitað þér frekari fræðslu um réttindi þín.

Hvernig tryggjum við öryggi persónuupplýsinga þinna?

Persónuupplýsingar eru geymdar í viðurkenndum aðgangsstýrðum tölvukerfum þar sem þess er gætt að hafa viðeigandi aðgangsstýringar og aðgangur sé einungis veittur þeim starfsmönnum sem nauðsynlegt er að hafi slíkan aðgang, starfs þeirra vegna. Krónan tryggir að allar almennar varnir tölvukerfa séu til staðar, þær uppfærðar og vaktaðar.

Allur tölvubúnaður sem nýttur er við vinnslu persónuupplýsinga er frá viðurkenndum birgjum, hann er vaktaður og uppfærður reglulega.

Við nýtum þjónustu viðurkennds öryggisfyrirtækis sem sér um reglulega ytri veikleikaskönnun á öllum ytri tækniþjónustum í rekstri hjá okkur.

Hve lengi varðveitum við upplýsingarnar?

Við munum varðveita viðskiptasögu þína í allt að 4 ár nema lög krefjist eða leyfi lengri varðveislutíma. Ef ekki er lengur þörf á upplýsingunum eða lög kveða á um eyðingu þeirra, verða upplýsingarnar gerðar ópersónugreinanlegar og/eða þeim eytt.

Mun þessi persónuverndarstefna breytast?

Persónuverndarstefna þessi kann að breytast með tímanum, t.d. vegna breytinga á lögum og reglum eða opinberum kröfum gagnvart okkur og meðhöndlun persónuupplýsinga. Við hvetjum þig því til þess að fylgjast reglulega með uppfærslum, en þær birtum við á vefsíðu okkar.

Þessi persónuverndarstefna var sett þann 28.10.2021

Krónu karfan

© 2024

-

Krónan

-

Kt. 711298 2239

-

Skrifstofa Krónunnar

-

Sími: 585 7000

-

Dalvegur 10-14

-

201 Kópavogur