Krónuhjólið

Ding ding… Svona varð Krónuhjólið til.

Sumarið 2020 varð Krónuhjólið til. Við ákváðum að taka þátt í götubita hátíðum sumarsins og flakka á milli hverfa og bjóða fjölskyldu fólki upp á hollasta bland í poka sem völ er á, ávaxtabarinn.

Við endurnýttum gamalt hjól og gáfum því gleðilegt gult nýtt líf. Vinir okkar í Plastplan smíðuðu fallega blómapotta úr plastinu sem hafði fallið til í verslun okkar á Granda. Pottarnir voru skemmtilegt skraut á hjólið en í þeim vorum við með æt blóm sem slógu í gegn hjá yngstu krökkunum. Einnig buðum við upp á þeytinga úr ávöxtum á síðasta séns, allt til að draga úr matarsóun. Þeytingarnir voru svo framreiddir í niðurbrjótanlegum glösum.

Á veturna er hjólið notað sem litrík og skemmtileg framstilling í ávaxta- og grænmetisdeild og flakkar á milli Krónuverslana.

Pssst… Ding ding, hlustið eftir hjólinu í sumar. Kannski kemur það í þitt hverfi.

Hvernig varð Krónuhjólið til?