Gerðu jólahlaðborðið heima á 15 mínútum

Þú getur sparað mikinn pening með að halda jólahlaðborðið heima.

Í Krónunni færðu allt sem til þarf í góða jólaveislu heima…. og þú getur gert hana klára á korteri!
Allt er tilbúið – þú þarft aðeins að hita upp sósuna og kjötið.  

Þetta er okkar tillaga að matseðli fyrir 8 manns á aðeins 2.699 kr. á mann

Psssst Lítið fyrir síld? Þetta er bara tillaga! Það er ekkert mál að kíkja í Krónuna og velja úr hlaðborðinu og púsla saman þínu eigin jólahlaðborði heima. 

Innkaupalisti fyrir jólahlaðborð Krónunnar 2021

Forréttir 

Innbakað jólapaté með sætri jarðarberjasósu, heitreikt gæsabringa með rauðlaukssultu, sinnepssíld og marineruð síld á seyttu rúgbrauði, graflax í sneiðum með eðal graflaxsósu. 

Aðalréttir 

Tilbúin kalkúnabringa,  purusteik, hamborgarhryggur í sneiðum, ekta lifrarkæfa með beikoni.  Allt tilbúið, þarf bara að hita…eða ekki. 

Meðlætið  

Kalkúnasalvíusósa og rauðvínsssósa frá Kjötkompaníinu, lúxus laufabrauð með blóðbergi og sjávarsalti, rauðlaukssulta, Waldorf salat. 

Pssst…. Ertu að leita að vegan jólavörum?

Kíktu á vegan jólahlaðborðið okkar.