Starfsmaður í markaðsdeild


Langar þig að eiga þátt í að móta matvöruverslun framtíðarinnar?

Við í Krónunni leitum að öflugum starfsmanni í markaðsteymið okkar. Um er að ræða tímabundið starf í eitt ár í markaðsteymi Krónunnar sem í sameiningu vinnur að fjölbreyttum og skapandi verkefnum alla daga. 

Við erum stolt af því hver við erum og okkur finnst hversdagurinn í öllum sínum fjölbreytileika alveg frábær!

Hjá Krónunni starfar fjölbreyttur hópur fólks og við vöndum okkur mikið við að vera góður vinnustaður. 

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Í starfinu felst:

  •  Þátttaka í mótun og framkvæmd markaðsherferða
  •  Þátttaka í gerð markaðsefnis
  •  Umsjón og eftirfylgni með birtingaáætlunum
  •  Umsjón með samfélagsmiðlum
  •  Viðburðar- og verkefnastjórnun
  •  Efnisgerð og textaskrif

Hæfniskröfur:

  • Menntun og starfsreynsla sem nýtist í starfi
  •  Áhugi og þekking á markaðsmálum
  •  Gott vald á íslensku og hæfni til að skrifa texta
  •  Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð

Umsóknarfrestur: 23. apríl

Nánari upplýsingar veitir: Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir í hjordis@kronan.is