fyrir
4
Eldunartími
40 mín.
Undirbúa
20 mín.
Samtals:
60 mín.
Innihald:
1 msk. ólífuolía
1 msk. smjör
1 laukur, skorinn smátt
2 hvítlauksgeirar, pressaðir
chiliflögur
30 g hveiti
7 dl grænmetissoð, grænmetisteningur og vatn
400 g maukaðir tómatar í dós
230 ml tómatsósa
1⁄2 tsk. þurrkuð basilíka
1 tsk. ítölsk kryddblanda
salt
pipar
250 g ferskt tortellini fyllt með osti
130 g rifinn parmesanostur
handfylli af spínati
1 dl rjómi
fersk basilíka, skorin smátt
Leiðbeiningar
Í samstarfi við Gestgjafann. Uppskrift: Jóhanna Hlíf.
Hitið saman olíu og smjör í potti.
Þegar smjörið er bráðnað steikið laukinn þar til hann er orðinn mjúkur.
Bætið þá hvítlauk saman við og steikið í mínútu til viðbótar.
Bætið þá grænmetissoðinu, chiliflögunum, hveitinu, maukuðu tómötunum, tómatsósunni, ítölsku kryddblöndunni og þurrkaðri basilíku saman við.
Smakkið til með salti og pipar.
Látið sjóða saman og bætið tortellini út í.
Sjóðið í nokkrar mínútur eða þar til pastað er tilbúið.
Takið af hitanum og hrærið saman við spínat, parmesanost og rjóma.
Stráið ferskri basilíku yfir.
MS smjör 250gr
250 gr. - 1760 kr. / kg - 440 kr. stk.
Laukur
ca. 167 gr. - 168 kr. / kg - 28 kr. stk.
Hvítlaukur
200 gr. - 945 kr. / kg - 189 kr. stk.
Pottagaldrar ch ...
1 stk. - 568 kr. / stk - 568 kr. stk.
Kornax hveiti
2 kg. - 184 kr. / kg - 367 kr. stk.
Wholesome pantr ...
907 gr. - 506 kr. / kg - 459 kr. stk.
Grön Balance tó ...
400 gr. - 498 kr. / kg - 199 kr. stk.
Heinz tómatsósa ...
570 gr. - 909 kr. / kg - 518 kr. stk.
Prima basilíka
12 gr. - 22417 kr. / kg - 269 kr. stk.
Salina fínt salt
1 kg. - 126 kr. / kg - 126 kr. stk.
Barilla tortell ...
250 gr. - 1792 kr. / kg - 448 kr. stk.
Ambrosi Julienn ...
85 gr. - 7047 kr. / kg - 599 kr. stk.
Ódýrt spínat
200 gr. - 1850 kr. / kg - 370 kr. stk.
MS rjómi 250 ml
250 ml. - 1560 kr. / ltr - 390 kr. stk.
Basilika fersk
1 stk. - 629 kr. / stk - 629 kr. stk.