fyrir
6
Eldunartími
50 mín.
Undirbúa
10 mín.
Samtals:
60 mín.
Innihald:
1 laukur, skorinn smátt
2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
3 gulrætur, afhýddar og skornar smátt
2 sellerístilkar, skornir smátt
1 msk. ítölsk kryddblanda
1 msk. óreganó
2 kúrbítar, skornir í grófa bita
4 tómatar, skornir gróflega
2 msk. tómatpúrra
1 msk. balsamedik
1 msk. eplaedik
400 g tómatar, í dós
700 ml grænmetissoð
ólífuolía
u.þ.b. ½ tsk. sjávarsalt
u.þ.b. ¼ tsk. svartur pipar
grænt pestó, til að bera fram með
parmesanostur, til að bera fram með
gott brauð, til að bera fram með ef vill
Leiðbeiningar
Í samstarfi við Gestgjafann
Hitið olíu í víðum þykkbotna potti.
Steikið lauk, hvítlauk, gulrætur og sellerí saman í 3-4 mín. eða þar til grænmetið er mjúkt en ekki byrjað að brúnast.
Bætið við ítalskri kryddblöndu og óreganó, steikið í 1-2 mín.
Bætið því næst við kúrbít, tómötum, tómatpúrru, balsamediki og eplaediki, steikið áfram í 2-3 mín.
Setjið plómutómata og grænmetissoð út á grænmetið og komið upp að suðu.
Lækkið örlítið undir pottinum, kremjið plómutómatana með trésleif og látið súpuna malla á vægum hita í 5-10 mín.
Bætið við meira grænmetissoði ef súpan er of þykk.
Bragðbætið með salti og pipar.
Berið súpuna fram með grænu pestói, parmesanosti og góðu brauði ef vill.
Laukur
ca. 167 gr. - 168 kr. / kg - 28 kr. stk.
Hvítlaukur
200 gr. - 945 kr. / kg - 189 kr. stk.
SFG Gulrætur SF ...
500 gr. - 998 kr. / kg - 499 kr. stk.
Sellerí
ca. 350 gr. - 469 kr. / kg - 164 kr. stk.
Pottagaldrar ít ...
1 stk. - 547 kr. / stk - 547 kr. stk.
Prima oregano
6 gr. - 36500 kr. / kg - 219 kr. stk.
kúrbítur
300 gr. - 497 kr. / kg - 149 kr. stk.
tómatar í lausu
130 gr. - 400 kr. / kg - 52 kr. stk.
First Price tóm ...
140 gr. - 921 kr. / kg - 129 kr. stk.
Grön Balance ba ...
250 ml. - 1996 kr. / ltr - 499 kr. stk.
Gestus eplaedik
500 ml. - 798 kr. / ltr - 399 kr. stk.
First Price tóm ...
400 gr. - 340 kr. / kg - 136 kr. stk.
Wholesome pantr ...
907 gr. - 506 kr. / kg - 459 kr. stk.
Gestus pestó grænt
200 gr. - 2495 kr. / kg - 499 kr. stk.