Pönnusteikt bleikja með engiferrjóma og pistasíusalsa

fyrir

4

Eldunartími

5 mín.

Undirbúa

35 mín.

Samtals:

40 mín.

Pönnusteikt bleikja með engiferrjóma og pistasíusalsa

Innihald:

½ tsk. kardimommur

u.þ.b. 1 tsk. sjávarsalt

300 g bleikja, með roði

25 g engifer, afhýtt

30 g rjómi

30 g sýrður rjómi

2 msk. kóríander, skorinn smátt

1 msk. basilíkulauf, skorin smátt

30 g pistasíukjarnar, ristaðir á þurri pönnu og skornir gróflega

1 tsk. límónubörkur, rifinn fínt

1 msk. límónusafi, nýkreistur

1 grænt chili-aldin, skorið smátt

50 ml sólblómaolía

1 límóna, skorin í báta til að bera fram með

soðin hrísgrjón, til að bera fram með

Leiðbeiningar

Í samstarfi við Gestgjafann

1

Blandið ⅛ tsk. af kardimommum saman við örlítið salt og sáldrið yfir fiskinn.

2

Setjið til hliðar þar til fyrir notkun.

3

Rífið engifer og setjið í lítið sigti með skál undir.

4

Þrýstið á engiferið þannig að allur vökvinn leki úr í sigtið fyrir neðan. Það ætti að nást u.þ.b. 1 tsk. af vökva úr engiferinu, hendið restinni en haldið vökvanum.

5

Stífþeytið rjóma og blandið sýrðum rjóma, engifersafa og örlitlu salti saman við með sleikju.

6

Kælið engiferrjómann þar til fyrir notkun.

7

Blandið saman kryddjurtum, pistasíukjörnum, restinni af kardimommunum, límónuberki, límónusafa, chilialdin, 25 ml af ólífuolíu og u.þ.b. ⅛ tsk. af salti saman í skál og setjið til hliðar.

8

Hitið stóra pönnu með restinni af olíunni.

9

Steikið fiskinn á roðhliðinni í u.þ.b. 2 mín.

10

Snúið fiskinum við og steikið í u.þ.b. 1 mín. til viðbótar.

11

Berið bleikjuna fram með engiferrjóma, pistasíusalsa og límónubátum til að kreista yfir.

Vörur í uppskrift
Líklega til heima