10. febrúar 2025
Festi, móðurfélag Krónunnar, hlaut nafnbótina UT-fyrirtæki ársins í flokki stærri fyrirtækja á Upplýsingatækniverðlaunum Ský sem afhent voru föstudaginn 7. febrúar sl.
Festi og dótturfélög þess - Krónan, N1, Elko og Lyfja - hafa lagt mikla áherslu á að nýta snjallar lausnir til að bæta enn frekar þjónustu hjá félögum samstæðunnar og einfalda daglegt líf viðskiptavina.
Snjallverslun Krónunnar gerir stórum hluta landsmanna kleift að fá vörur sendar heim sem og að skanna og skunda í verslunum með appinu og sleppa þannig við biðraðir.
Við erum feykilega stolt af þessari viðurkenningu sem er okkur enn meiri hvatning til að halda ótrauð áfram á stafrænni vegferð 💛
12. febrúar 2025
Krónan hneppir hnossið í 9. skiptið og sjö af þeim hefur það verið Krónan á Granda.
17. janúar 2025
Áttunda árið í röð eru viðskiptavinir Krónunnar þeir ánægðustu á matvörumarkaði, samkvæmt niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar.
8. janúar 2025
Hollusta og sjálfbærni eiga við um Krónuna allt árið. Við viljum auðvelda Krónuvinum okkar að byrja árið rétt, með réttu vöruúrvali á góðu verði.
3. janúar 2025
Á liðnu ári birtist Heillakarfan í Krónuappinu þínu og nú getur þú séð yfirlit yfir árið þitt í Heillakörfunni.