Vegan túnfisksalat

  ,   

júlí 12, 2017

Hverjum hefði geta dottið í hug að kjúklingabaunir gætu líkst túnfiski? Uppskriftin af salatinu er einföld, fljótleg og virkilega bragðgóð. 

Hráefni

1 dós kjúklingabaunir

1/2 rauðlaukur

1/2 bolli frosnar maísbaunir (þiðnar)

4 sneiðar jalapeno

2 kúfullar msk. vegan Krónumæjónes

1/2 tsk. gróft sinnep eða dijon sinnep

1/2 tsk. hvítlauksduft

1/2 tsk. paprikuduft

Salt og pipar eftir smekk

Leiðbeiningar

1Stappið kjúklingabaunirnar gróflega með kartöflustöppu eða gaffli.

2Saxið rauðlaukinn og jalapeno-sneiðarnar niður og blandið saman við kjúklingabaunirnar ásamt restinni af hráefnunum.

3Salatið er tilvalið á ritz kex og á samlokur. Það er líka gott útá grænt salat með allskonar grænmeti og graskersfræjum.

Uppskriftin er frá Veganistum, http://www.veganistur.is/

00:00

0 Umsagnir

All fields and a star-rating are required to submit a review.

Aðrar uppskriftir

Gúllassúpa

Tzatziki lax með hrísgrjónum

Karrý kókos kjúklingasúpa

Leita að uppskriftum