Vegan mexíkósúpa

  , ,   

júlí 13, 2017

Súpur eru alltaf fullkomin kostur þegar halda á matarboð, maður einfaldlega hendir einhverju í pott og lætur það malla þar til gestina ber að garði. Gæti ekki verið einfaldara.

  • Matur fyrir: 5-6

Hráefni

1 poki pure Oumph!

3 msk. kókosolía

3 hvítlauksgeirar

1 rautt chilí (fjarlægið fræin fyrir mildari súpu)

1 msk. cumin

1 msk. paprikuduft

1 msk. oregano

1/2 tsk. cayenne pipar

Salt og pipar eftir smekk

1 - 1 1/2 paprika

10 cm. af blaðlauk

2-3 gulrætur

2 dósir Gestus niðursoðnir tómatar

1 krukka af salsasósu (230 g)

2 1/2 grænmetisteningar

1600 ml vatn

1 dós Gestus svartar baunir

100 - 150 g maísbaunir

150 g Sheese hreinn rjómaostur

Leiðbeiningar

1Hitið kókosolíuna í stórum potti. Setjið Oumph!, hvítlauk, chilli og kryddin út í og steikið í góða stund.

2Skerið grænmetið í litla bita og bætið út í. Steikið í góðan tíma upp úr kryddunum eða þar til grænmetið er orðið vel mjúkt.

3Setjið út í tómatana, salsasósuna, grænmetiskraftinn og vatnið og leyfið suðunni að koma upp. Sjóðið súpuna við meðalhita í góðan tíma, eða minnst 30 mínútur. Mér finnst best að leyfa súpunni að malla í allavega klukkutíma við lágan hita. Smakkið súpuna til og bætið út í kryddum eða krafti eftir smekk.

4Skolið baunirnar og bætið þeim út í þegar súpan hefur fengið að sjóða vel ásamt maísnum og rjómaostinum. Hrærið rjómaostinn við svo hann bráðni alveg og leyfið suðunni að koma aftur upp.

5Ég ber súpuna fram ýmist með maísflögum, Oatly sýrðum rjóma, rifnum osti (ég mæli með Follow your heart), avocado og súrdeigsbrauði. En mér finnst einnig alveg nauðsynlegt að saxa smá ferskt kóríander og strá yfir.

Uppskriftin er frá Veganistum, http://www.veganistur.is/

00:00

0 Umsagnir

All fields and a star-rating are required to submit a review.

Aðrar uppskriftir

Basilkjúklingur með mjúku penne pasta og rifnum parmesanosti

Einfalt hvítlauksbrauð vegan

Parmesan-hemp vegan

Leita að uppskriftum