Vegan eðla

  ,   

júlí 13, 2017

Þessi gómsæta heita ídýfa er ómissandi í alvöru partý. Ídýfan hefur verið vinsæl í langan tíma en síðustu ár hefur hún gengið undir nafninu ,,eðla." Við höfum gert vegan eðlu ótal oft, hún er alveg jafn góð og þessi sem við borðuðum hér áður fyrr.

Hráefni

1 askja Creamy Sheese Original

1 krukka salsasósa

Follow your heart pizzerie blend ostur

Leiðbeiningar

1Smyrjið rjómaosti í eldfast mót.

2Hellið salsasósunni yfir. Stráið osti yfir þannig að hann hylji vel.

3Setjið inn í ofn á 200°c í 15-20 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn. Berið fram með snakki að eigin vali. Við notuðum tegund af Dorítós flögum sem er ný í verslunum hér á landi. Flögurnar eru í gulum pokum og heita Lightly salted. (Svart dórítos er líka vegan og mjög gott.)

Uppskriftin er frá Veganistum, http://www.veganistur.is/

00:00

0 Umsagnir

All fields and a star-rating are required to submit a review.

Aðrar uppskriftir

Steiktur humar með blómkáli og möndlusmjöri

Sætar kartöflur með fajitas fyllingu

Tagliatelle í parmaskinkurjóma

Leita að uppskriftum