Tagliatelle í parmaskinkurjóma

  ,

mars 29, 2017

Þessi pastaréttur er gerður úr fersku pasta frá ítalska fyrirtækinu RANA með parmaskinkurjóma og kirsuberjatómötum mýktum á pönnu sem er síðan velt upp úr balsamik ediki.

  • Matur fyrir: 4

Hráefni

500 g. tagliatelle frá RANA

8-10 sneiðar parmaskinka

1 poki rúkóla

1 box kirsuberjatómatar

1-2 msk. balsamik edik

250 ml. rjómi

Pipar

Leiðbeiningar

1Raðið parmaskinkunni á ofnplötu með bökunarpappír og hitið í 200°C heitum ofni í um 5-6 mínútur. Takið svo úr ofninum og skerið parmaskinkuna í munnbita.

2Hellið rjómanum í pott og bætið parmaskinkunni saman við. Leyfið að malla þar til rjóminn hefur þykknað örlítið. Stingið í tómatana með gaffli og skerið í tvennt. Setjið olíu á pönnu og steikið þá við meðalhita í 1-2 mínútur. Bætið balsamik olíu út á pönnuna og veltið tómötunum upp úr henni. Steikið í 3-4 mínútur. Takið til hliðar og geymið.

3Sjóðið pastað skv. leiðbeiningum á pakkningu. Bætið pasta saman við parmaskinkurjómann, tómatana og klettasalat að eigin smekk. Blandið varlega saman og kryddið með pipar.

Þessi uppskrift er frá Karl K. Karlsyni, http://karlsson.is/vorur/rana/

00:00

0 Umsagnir

All fields are required to submit a review.

Aðrar uppskriftir

Grænmetisréttur með rauðri kókoskarrýsósu

Tangó kjúklingur með papriku, möndlum og banana

Ananasfrómas

Leita að uppskriftum