Sumarsalat með jarðarberjum og kúskús


[cooked-sharing]

MagnFyrir 4
 1/2 appelsína, börkur og safi
 1/2 dl ólífuolía
 2 tsk. balsamedik
 1 msk. hunang
 1 hvítlauksgeiri, fínsaxaður
 salt og pipar
 1 msk. ólífuolía
 2 msk. fljótandi kjúklingakraftur
 2 1/2 dl vatn
 2 1/2 dl kúskús
 Ferkst spínat
 10 jarðarber, skorin
 1 ástaraldin, einungis fræin notuð
 100 g feta ostur, skorið í teninga
 1 dl hakkaðar heslihnetur
1

Sameinið appelsínu, 1/2 dl ólífuolíu, balsamedik, hunang, hvítlauk, salt og pipar í skál fyrir vínegrettuna leggið inn í ísskáp.

2

Eldið kúskúsið skv. leiðbeiningum á pakkanum. Í meðalstórum sósupotti, sameinið vatn, 1 msk. ólífuolíu og kjúklingakraft og látið sjóða. Hrærið kúskúsið saman við, setjið lok á pottinn og takið hann af hellunni. Leyfið kúskúsinu að hvíla í 5 mín áður en þið notið gaffal til að losa um það. Smakkið til með salt og pipar. Látið kúskúsið ná stofuhita áður en því er blandað saman við annað.

3

Í stórri skál, blandið saman kúskús, spínati, jarðaberjum, fetaosti og heslihnetum. Hrærið í helminginn af vínegrettunni og smakkið til með salt og pipar.

4

Leggið salatið í stóra skál eða disk og skreytið með jarðaberjum, ástaraldin fræjum, fetaosti og heslihnetum. Leggið restina af vínegrettunni í litla skál og berið fram með salatinu.

Þessi uppskrift er frá Jennifer Berg hjá Glamour, http://www.visir.is/f/glamour.

Innihaldsefni

 1/2 appelsína, börkur og safi
 1/2 dl ólífuolía
 2 tsk. balsamedik
 1 msk. hunang
 1 hvítlauksgeiri, fínsaxaður
 salt og pipar
 1 msk. ólífuolía
 2 msk. fljótandi kjúklingakraftur
 2 1/2 dl vatn
 2 1/2 dl kúskús
 Ferkst spínat
 10 jarðarber, skorin
 1 ástaraldin, einungis fræin notuð
 100 g feta ostur, skorið í teninga
 1 dl hakkaðar heslihnetur

Leiðbeiningar

1

Sameinið appelsínu, 1/2 dl ólífuolíu, balsamedik, hunang, hvítlauk, salt og pipar í skál fyrir vínegrettuna leggið inn í ísskáp.

2

Eldið kúskúsið skv. leiðbeiningum á pakkanum. Í meðalstórum sósupotti, sameinið vatn, 1 msk. ólífuolíu og kjúklingakraft og látið sjóða. Hrærið kúskúsið saman við, setjið lok á pottinn og takið hann af hellunni. Leyfið kúskúsinu að hvíla í 5 mín áður en þið notið gaffal til að losa um það. Smakkið til með salt og pipar. Látið kúskúsið ná stofuhita áður en því er blandað saman við annað.

3

Í stórri skál, blandið saman kúskús, spínati, jarðaberjum, fetaosti og heslihnetum. Hrærið í helminginn af vínegrettunni og smakkið til með salt og pipar.

4

Leggið salatið í stóra skál eða disk og skreytið með jarðaberjum, ástaraldin fræjum, fetaosti og heslihnetum. Leggið restina af vínegrettunni í litla skál og berið fram með salatinu.

Sumarsalat með jarðarberjum og kúskús