Sumarsalat með jarðarberjum og kúskús

  ,   

júní 27, 2017

Ferskt og gott sumarsalat. Þessi uppskrift er aðalréttur en tilvalin í að minnka og hafa sem meðlæti.

  • Matur fyrir: 4

Hráefni

1/2 appelsína, börkur og safi

1/2 dl ólífuolía

2 tsk. balsamedik

1 msk. hunang

1 hvítlauksgeiri, fínsaxaður

salt og pipar

1 msk. ólífuolía

2 msk. fljótandi kjúklingakraftur

2 1/2 dl vatn

2 1/2 dl kúskús

Ferkst spínat

10 jarðarber, skorin

1 ástaraldin, einungis fræin notuð

100 g feta ostur, skorið í teninga

1 dl hakkaðar heslihnetur

Leiðbeiningar

1Sameinið appelsínu, 1/2 dl ólífuolíu, balsamedik, hunang, hvítlauk, salt og pipar í skál fyrir vínegrettuna leggið inn í ísskáp.

2Eldið kúskúsið skv. leiðbeiningum á pakkanum. Í meðalstórum sósupotti, sameinið vatn, 1 msk. ólífuolíu og kjúklingakraft og látið sjóða. Hrærið kúskúsið saman við, setjið lok á pottinn og takið hann af hellunni. Leyfið kúskúsinu að hvíla í 5 mín áður en þið notið gaffal til að losa um það. Smakkið til með salt og pipar. Látið kúskúsið ná stofuhita áður en því er blandað saman við annað.

3Í stórri skál, blandið saman kúskús, spínati, jarðaberjum, fetaosti og heslihnetum. Hrærið í helminginn af vínegrettunni og smakkið til með salt og pipar.

4Leggið salatið í stóra skál eða disk og skreytið með jarðaberjum, ástaraldin fræjum, fetaosti og heslihnetum. Leggið restina af vínegrettunni í litla skál og berið fram með salatinu.

Þessi uppskrift er frá Jennifer Berg hjá Glamour, http://www.visir.is/f/glamour.

00:00

0 Umsagnir

All fields are required to submit a review.

Aðrar uppskriftir

Steiktar tígrisrækjur í kryddjurtasmjöri

Tangó kjúklingur með papriku, möndlum og banana

Steikt hörpuskel með eplum og rúsínum í karrýsósu

Leita að uppskriftum