„Sticky“ chili og balsamedik hjúpaðir kjúklingavængir


Þessir stökku og klístruðu kjúklingavængir er frábært að borða - verið bara viss um að munnþurrkurnar séu ekki langt undan - vængirnir passa ekki við snyrtilega borðsiði!

[cooked-sharing]

MagnFyrir 2
 ½ búnt af ferskri basilikku
 4 hvítlauksgeirar
 Jamie Oliver Balsamic Vinegar of Modena
 Jamie Oliver Everyday Olive Oil
 6 kjúklingavængir
 100 gr. fínmalað semolina hveiti
 1 ferskur rauður chili
 2 lítrar olía
 50 ml. Jamie Oliver Sticky Chilli & Balsamic Drizzle
 30 gr. klettasalat
 1 stk. sítróna
 sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar
1

Tínið blöðin af basilikkunni og setjið til hliðar. Grófsaxið stilkana og setjið í skál. Kremjið hvítlaukinn í pressu ofan í skálina og bætið svo vænum skammti af balsamikedikinu, smávegis af ólífuolíu og því næst klípu af salti og pipar. Setjið kjúklingavængina út í skálina og hrærið þar til þeir eru alveg þaktir blöndunni. Lokið þá skálinni og leyfið kjötinu að marinerast í ísskápnum í að minnsta kosti klukkustund.

2

Dreifið semolina hveitinu á bakka. Látið marineringuna sem verður afgangs drjúpa af vængjunum og veltið þeim upp úr hveitinu. Á meðan beðið er eftir að vængirnir nái stofuhita er gott að snúa þeim nokkrum sinnum við í hveitinu. Fræhreinsið chili-piparinn og fínsaxið ásamt basilikkublöðunum.

3

Hellið grænmetisolíunni í djúpan þykkbotna pott og setjið á háan hita. Hafið tangir og tvær skálar við hendina. Setjið nokkur blöð af eldhúspappír í aðra skálina, í hina skálina eru saxaða basilikkan og chili-piparinn sem ásamt Sticky Chilli & Balsamic Drizzle-sósunni.

4

Hitið olíuna þar til hún nær um 180 gráðu hita - ef hitamælir er ekki í boði má miða við að brauðmoli þurfi um þrjár mínútur til að brúnast í olíunni. Takið upp kjúklingavæng með töngunum og hristið óþarfa hveiti af honum. Leggið hann varlega í heita olíuna (passið að ekki skvettist), bætið svo restina af vængjunum í pottinn og látið sjóða í 3-4 mínútur, eða þar til þeir fá á sig gullinbrúnan lit og eru eldaðir í gegn.

5

Fjarlægið vængina varlega úr pottinum, einn í einu, og látið fituna renna af í skálinni með eldhúspappírnum. Eftir 1-2 mínútur eru þeir settir í hina skálina og velt varlega upp úr bragðmikilli sósunni. Berið fram með klettasalati og kreistið sítrónubáta yfir.

„Það þarf ekki að vera flókið að matreiða. Með bara örlítilli þekkingu er einfalt að elda bragðgóðan mat. Það er engin ástæða til að óttast að prófa!“ - Jamie Oliver

Innihaldsefni

 ½ búnt af ferskri basilikku
 4 hvítlauksgeirar
 Jamie Oliver Balsamic Vinegar of Modena
 Jamie Oliver Everyday Olive Oil
 6 kjúklingavængir
 100 gr. fínmalað semolina hveiti
 1 ferskur rauður chili
 2 lítrar olía
 50 ml. Jamie Oliver Sticky Chilli & Balsamic Drizzle
 30 gr. klettasalat
 1 stk. sítróna
 sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

Leiðbeiningar

1

Tínið blöðin af basilikkunni og setjið til hliðar. Grófsaxið stilkana og setjið í skál. Kremjið hvítlaukinn í pressu ofan í skálina og bætið svo vænum skammti af balsamikedikinu, smávegis af ólífuolíu og því næst klípu af salti og pipar. Setjið kjúklingavængina út í skálina og hrærið þar til þeir eru alveg þaktir blöndunni. Lokið þá skálinni og leyfið kjötinu að marinerast í ísskápnum í að minnsta kosti klukkustund.

2

Dreifið semolina hveitinu á bakka. Látið marineringuna sem verður afgangs drjúpa af vængjunum og veltið þeim upp úr hveitinu. Á meðan beðið er eftir að vængirnir nái stofuhita er gott að snúa þeim nokkrum sinnum við í hveitinu. Fræhreinsið chili-piparinn og fínsaxið ásamt basilikkublöðunum.

3

Hellið grænmetisolíunni í djúpan þykkbotna pott og setjið á háan hita. Hafið tangir og tvær skálar við hendina. Setjið nokkur blöð af eldhúspappír í aðra skálina, í hina skálina eru saxaða basilikkan og chili-piparinn sem ásamt Sticky Chilli & Balsamic Drizzle-sósunni.

4

Hitið olíuna þar til hún nær um 180 gráðu hita - ef hitamælir er ekki í boði má miða við að brauðmoli þurfi um þrjár mínútur til að brúnast í olíunni. Takið upp kjúklingavæng með töngunum og hristið óþarfa hveiti af honum. Leggið hann varlega í heita olíuna (passið að ekki skvettist), bætið svo restina af vængjunum í pottinn og látið sjóða í 3-4 mínútur, eða þar til þeir fá á sig gullinbrúnan lit og eru eldaðir í gegn.

5

Fjarlægið vængina varlega úr pottinum, einn í einu, og látið fituna renna af í skálinni með eldhúspappírnum. Eftir 1-2 mínútur eru þeir settir í hina skálina og velt varlega upp úr bragðmikilli sósunni. Berið fram með klettasalati og kreistið sítrónubáta yfir.

„Sticky“ chili og balsamedik hjúpaðir kjúklingavængir