Spínat, pestó og ricotta lasagne með tómat og basiliku salati


Að blanda pestó saman við snöggsoðið spínat er sniðug leið til þess að bæta á einfaldan hátt ótrúlega bragóðu lagi í réttinn. Ekki hika við að gera tilraunir með aðrar tegundir af grænu en spínati.

[cooked-sharing]

MagnFyrir 6
 4 hvítlauksgeirar
 Jamie Oliver Everyday Olive Oil
 500 gr. lítil spínatblöð (oft kölluð baby spinach)
 500 gr. kotasæla
 1 egg
 50 gr. parmesan ostur
 sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar
 1 tsk. múskat
 ein 190 gr. krukka af Jamie Oliver Italian Herb Pesto
 einn 250 gr. pakki af lasagne plötum
 125 gr. af mozzarella-osti
 750 gr. þroskaðir tómatar (mega vera blandaðir litir)
 3 stilkar fersk basilikka
 Jamie Oliver Extra Virgin Olive Oil
 2 msk. balsamic edik
1

Hitið ofninn í 180 gráður. Flysjið hvítlaukinn og skerið í þunnar sneiðar. Hellið vænum skammti af ólífuolíu í stóran pott á miðlungshita og setjið hvítlaukinn með. Steikið í stutta stund þangað til hvítlaukurinn er orðinn mjúkur án þess þó að taka lit. Bætið þá spínatinu í pottinn og athugið að stundum þarf að þrýsta spínatinu niður með höndunum. Setjið lok á pottinn og eldið í um fimm mínútur, eða þangað til spínatið er orðið lint. Takið þá pottinn af hellunni og hellið spínatinu í sigti, notið svo skeið eða sleif til að hjálpa vökva að losna frá. Setjið loks spínatið aftur í pottinn og setjið til hliðar og leyfið að kólna örlítið.

2

Blandið kotasælu við eggið í stórri skál og rífið parmesan-ostinn yfir. Bætið klípu af pipar og smáveigis af múskati út í og hrærið vel saman. Grófsaxið spínatið, setjið svo aftur í pottinn og hrærið pestóinu saman við.

3

Þegar lasagnað er sett saman er byrjað á að dreifa einum fjórða af kotasælu-blöndunni í botnin á eldföstu móti. Næst kemur einfalt lag af lasagne-plötum og svo er þriðjungi af spínatblöndunni dreift yfir þær. Þetta er svo endurtekið tvisvar sinnum og endað á lagi af ricotta. Sléttið úr og dreifið loks mozzarella-osti yfir.

4

Leggið álþynnu laust yfir mótið og eldið í 20 mínútur. Fjarlægið þá álþynnuna og rífið afganginn af parmesan-ostinum yfir. Hækkið hitann í 200 gráður og eldið í 20-25 mínútur í viðbót - eða þar til osturinn er orðinn gullinbrúnn og loftbólur farnar að myndast.

5

Á meðan rétturinn er í ofninum eru tómatarnir skornir og settir í skál. Basilikkulaufin eru tínd af stilkunum og dreift yfir og í lokinn er slettu af jómfrúarolíu og balsamediki hellt yfir. Þessu er blandað saman og kryddað eftir smekk - og er svo borið fram með matnum.

„Það þarf ekki að vera flókið að matreiða. Með bara örlítilli þekkingu er einfalt að elda bragðgóðan mat. Það er engin ástæða til að óttast að prófa!“ - Jamie Oliver

Innihaldsefni

 4 hvítlauksgeirar
 Jamie Oliver Everyday Olive Oil
 500 gr. lítil spínatblöð (oft kölluð baby spinach)
 500 gr. kotasæla
 1 egg
 50 gr. parmesan ostur
 sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar
 1 tsk. múskat
 ein 190 gr. krukka af Jamie Oliver Italian Herb Pesto
 einn 250 gr. pakki af lasagne plötum
 125 gr. af mozzarella-osti
 750 gr. þroskaðir tómatar (mega vera blandaðir litir)
 3 stilkar fersk basilikka
 Jamie Oliver Extra Virgin Olive Oil
 2 msk. balsamic edik

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn í 180 gráður. Flysjið hvítlaukinn og skerið í þunnar sneiðar. Hellið vænum skammti af ólífuolíu í stóran pott á miðlungshita og setjið hvítlaukinn með. Steikið í stutta stund þangað til hvítlaukurinn er orðinn mjúkur án þess þó að taka lit. Bætið þá spínatinu í pottinn og athugið að stundum þarf að þrýsta spínatinu niður með höndunum. Setjið lok á pottinn og eldið í um fimm mínútur, eða þangað til spínatið er orðið lint. Takið þá pottinn af hellunni og hellið spínatinu í sigti, notið svo skeið eða sleif til að hjálpa vökva að losna frá. Setjið loks spínatið aftur í pottinn og setjið til hliðar og leyfið að kólna örlítið.

2

Blandið kotasælu við eggið í stórri skál og rífið parmesan-ostinn yfir. Bætið klípu af pipar og smáveigis af múskati út í og hrærið vel saman. Grófsaxið spínatið, setjið svo aftur í pottinn og hrærið pestóinu saman við.

3

Þegar lasagnað er sett saman er byrjað á að dreifa einum fjórða af kotasælu-blöndunni í botnin á eldföstu móti. Næst kemur einfalt lag af lasagne-plötum og svo er þriðjungi af spínatblöndunni dreift yfir þær. Þetta er svo endurtekið tvisvar sinnum og endað á lagi af ricotta. Sléttið úr og dreifið loks mozzarella-osti yfir.

4

Leggið álþynnu laust yfir mótið og eldið í 20 mínútur. Fjarlægið þá álþynnuna og rífið afganginn af parmesan-ostinum yfir. Hækkið hitann í 200 gráður og eldið í 20-25 mínútur í viðbót - eða þar til osturinn er orðinn gullinbrúnn og loftbólur farnar að myndast.

5

Á meðan rétturinn er í ofninum eru tómatarnir skornir og settir í skál. Basilikkulaufin eru tínd af stilkunum og dreift yfir og í lokinn er slettu af jómfrúarolíu og balsamediki hellt yfir. Þessu er blandað saman og kryddað eftir smekk - og er svo borið fram með matnum.

Spínat, pestó og ricotta lasagne með tómat og basiliku salati