Sörur
[cooked-sharing]

Hitið ofninn í 180°C blástur. Setjið möndlurnar í matvinnusluvél og malið þær vel. Stífþeytið eggjahvíturnar í topp.
Sigtið flórsykurinn út á stífþeyttu eggjahvíturnar og setjið einnig möndlurnar saman við og hrærið varlega saman með sleif. Notið teskeið til að setja deigið á bökunarpappír í þeirri stærð sem þið kjósið. Bakið í 11-12 mínútur.
Krem: Sjóðið vatnið og sykurinn saman í potti þar til blandan fer að þykkna (sirka 7-8 mínútur). Stífþeytið eggjarauðurnar á meðan, þar til þær verða kremaðar. Hellið sykurleginum svo varlega út í þegar hann er tilbúinn og haldið áfram að þeyta í u.þ.b. 1 mínútu.
Næst er mjúka smjörinu og kakóinu bætt saman við með sleikju þar til allir kekkirnir eru farnir.
Smyrjið kreminu á kalda botnana og kælið vel áður en þið hjúpið kökurnar með súkkulaði. Geymið helst í frysti eða kæli.
Þessi uppskrift er frá Tinnu Alavis, http://alavis.is/category/uppskriftir/
Innihaldsefni
Leiðbeiningar
Hitið ofninn í 180°C blástur. Setjið möndlurnar í matvinnusluvél og malið þær vel. Stífþeytið eggjahvíturnar í topp.
Sigtið flórsykurinn út á stífþeyttu eggjahvíturnar og setjið einnig möndlurnar saman við og hrærið varlega saman með sleif. Notið teskeið til að setja deigið á bökunarpappír í þeirri stærð sem þið kjósið. Bakið í 11-12 mínútur.
Krem: Sjóðið vatnið og sykurinn saman í potti þar til blandan fer að þykkna (sirka 7-8 mínútur). Stífþeytið eggjarauðurnar á meðan, þar til þær verða kremaðar. Hellið sykurleginum svo varlega út í þegar hann er tilbúinn og haldið áfram að þeyta í u.þ.b. 1 mínútu.
Næst er mjúka smjörinu og kakóinu bætt saman við með sleikju þar til allir kekkirnir eru farnir.
Smyrjið kreminu á kalda botnana og kælið vel áður en þið hjúpið kökurnar með súkkulaði. Geymið helst í frysti eða kæli.