Sörur

  

mars 29, 2017

Sörukökur eins og þær gerast best. Galdurinn er dásamlega, mjúka fyllingin. Botninn er svipaður og margengs nema notaður er flórsykur í stað venjulegs sykurs, ásamt möndlum.

Hráefni

260 g. möndlur

230 g. flórsykur

4 eggjahvítur

120 g. sykur

1 dl. vatn

4 eggjarauður

1 1/2 msk. kakó

260 g. mjúkt, íslenskt smjör

Súkkulaði til að hjúpa

Leiðbeiningar

1Hitið ofninn í 180°C blástur. Setjið möndlurnar í matvinnusluvél og malið þær vel. Stífþeytið eggjahvíturnar í topp.

2Sigtið flórsykurinn út á stífþeyttu eggjahvíturnar og setjið einnig möndlurnar saman við og hrærið varlega saman með sleif. Notið teskeið til að setja deigið á bökunarpappír í þeirri stærð sem þið kjósið. Bakið í 11-12 mínútur.

3Krem: Sjóðið vatnið og sykurinn saman í potti þar til blandan fer að þykkna (sirka 7-8 mínútur). Stífþeytið eggjarauðurnar á meðan, þar til þær verða kremaðar. Hellið sykurleginum svo varlega út í þegar hann er tilbúinn og haldið áfram að þeyta í u.þ.b. 1 mínútu.

4Næst er mjúka smjörinu og kakóinu bætt saman við með sleikju þar til allir kekkirnir eru farnir.

5Smyrjið kreminu á kalda botnana og kælið vel áður en þið hjúpið kökurnar með súkkulaði. Geymið helst í frysti eða kæli.

Þessi uppskrift er frá Tinnu Alavis, http://alavis.is/category/uppskriftir/

00:00

0 Umsagnir

All fields are required to submit a review.

Aðrar uppskriftir

Kjúklingur með kasjúhnetum

Fersk ídýfa

„Sticky“ chili og balsamedik hjúpaðir kjúklingavængir

Leita að uppskriftum