Smjördeigs-hnetusmjörs-súkkulaði-ávaxtasæla með vanilluís

  ,   

júlí 13, 2017

Nafnlaus dásemd sem kemur sér einstaklega vel því smjördeig býður uppá allskonar möguleika. 

Hráefni

3 plötur af smjördeigi, t.d. frá TC brod

100 g suðusúkkulaði

2 1/2 msk. fínt hnetusmjör

1 tsk. flórsykur

Ávextir að eigin vali, t.d. banana og jarðarber

NadaMoo! vanilluís

Leiðbeiningar

1Leyfið smjördeigsplötunum að þiðna svona hálfpartinn. Fletjið þær vel út, gatið deigið vel með gaffli og útbúið smá kannt (það er gert svo sósan hellist ekki um allt þegar henni er smurt á)

2Bakið smjördeigið í 15 mínútur á 190°c eða þar til það verður örlítið gyllt.

3Bræðið súkkulaðið og blandið saman við það hnetusmjörinu og flórsykrinum. Smyrjið sósunni á smjördeigið þegar það er tilbúið og komið úr ofninum.

4Raðið ávöxtunum á, sigtið flórsykur yfir og toppið að lokum með vanilluís. Þetta er bæði hægt að bera fram heitt og kalt.

Uppskriftin er frá Veganistum, http://www.veganistur.is/

00:00

0 Umsagnir

All fields and a star-rating are required to submit a review.

Aðrar uppskriftir

Beikonvafðar kjúklingabringur með dásamlegri fyllingu

Ommeletta með spínati og risarækjum

Ljúffengt lasagna með grænmeti og stökkum osti

Leita að uppskriftum