Sætar kartöflur með fajitas fyllingu


Skemmtilegur mexíkóskur smáréttur. Sætar kartöflur með kjúklinga fajitas fyllingu. Þessi uppskrift er frá Berglindi - Gulur, rauður, grænn og salt. http://grgs.is/

[cooked-sharing]

MagnFyrir 1
 3 sætar kartöflur
 Ólífuolía
 1/2 rauðlaukur, þunnt skorinn
 250 g elduð kjúklingabringa, skorin í þunnar sneiðar
 2 hvítlauksrif, pressuð
 1 paprika, skorin í sneiðar
 50 g nýrnabaunir úr dós frá Gestus
 1/2 tsk. cumin
 1 tsk. paprikukrydd
 120 g mozzarellaostur, rifinn
 Safi úr 1 lime
 1 búnt kóríander, saxað
 Salsasósa
 Sýrður rjómi
1

Raðið kartöflunum á bökunarpappír í ofnskúffu. Látið inn í ofn í um 40 mínútur. Stingið þá í þær með prjóni en ef þær eru ekki fulleldaðar hafið þær þá inn í ofni í um 10-20 mínútur til viðbótar.

2

Á meðan kartöflurnar eru inni í ofninum, setjið olíu á pönnuna og steikið laukinn við meðalhita. Þegar hann er orðinn glær, setjið kjúkling, hvítlauk og papriku út á pönnuna.

3

Bætið kryddunum saman við og hrærið í blöndunni þar til kryddið hefur blandast kjúklingabitunum. Bætið nýrnabaununum út á pönnuna. Takið af hitanum og geymið.

4

Þegar sætu kartöflurnar eru fulleldaðar, takið þær úr ofninum og leyfið þeim að kólna. Skerið þær varlega í tvennt og skafið megnið af sætkartöflunni úr en skiljið um 1 cm eftir við hýðið. Setjið í skál, bætið kjúklingablöndunni við og hrærið saman með lime safanum.

5

Látið hýðið á ofnplötu með smjörpappír og fyllið með fajitasblöndunni. Stráið ost yfir og kóríanderlaufum. Setjið aftur inn í ofn í 15-20 mínútur eða þar til osturinn er farinn að brúnast lítillega. Gott meðlæti er kóríander, salsasósa og sýrður rjómi.

Uppskrift er frá Berglindi - Gulur, rauður, grænn og salt. http://grgs.is/

Innihaldsefni

 3 sætar kartöflur
 Ólífuolía
 1/2 rauðlaukur, þunnt skorinn
 250 g elduð kjúklingabringa, skorin í þunnar sneiðar
 2 hvítlauksrif, pressuð
 1 paprika, skorin í sneiðar
 50 g nýrnabaunir úr dós frá Gestus
 1/2 tsk. cumin
 1 tsk. paprikukrydd
 120 g mozzarellaostur, rifinn
 Safi úr 1 lime
 1 búnt kóríander, saxað
 Salsasósa
 Sýrður rjómi

Leiðbeiningar

1

Raðið kartöflunum á bökunarpappír í ofnskúffu. Látið inn í ofn í um 40 mínútur. Stingið þá í þær með prjóni en ef þær eru ekki fulleldaðar hafið þær þá inn í ofni í um 10-20 mínútur til viðbótar.

2

Á meðan kartöflurnar eru inni í ofninum, setjið olíu á pönnuna og steikið laukinn við meðalhita. Þegar hann er orðinn glær, setjið kjúkling, hvítlauk og papriku út á pönnuna.

3

Bætið kryddunum saman við og hrærið í blöndunni þar til kryddið hefur blandast kjúklingabitunum. Bætið nýrnabaununum út á pönnuna. Takið af hitanum og geymið.

4

Þegar sætu kartöflurnar eru fulleldaðar, takið þær úr ofninum og leyfið þeim að kólna. Skerið þær varlega í tvennt og skafið megnið af sætkartöflunni úr en skiljið um 1 cm eftir við hýðið. Setjið í skál, bætið kjúklingablöndunni við og hrærið saman með lime safanum.

5

Látið hýðið á ofnplötu með smjörpappír og fyllið með fajitasblöndunni. Stráið ost yfir og kóríanderlaufum. Setjið aftur inn í ofn í 15-20 mínútur eða þar til osturinn er farinn að brúnast lítillega. Gott meðlæti er kóríander, salsasósa og sýrður rjómi.

Sætar kartöflur með fajitas fyllingu