Ristað kjúklingasalat með pestó-dressingu


Þetta salat er fullkomið í nesti eða jafnvel í lautarferð. Þá er innihaldinu einfaldlega pakkað í sér umbúðir og svo öllu blandið saman þegar á að borða.

[cooked-sharing]

MagnFyrir 6
 1 kjúklingur, u.þ.b. 1,7 kg.
 Jamie Oliver Everyday Olive Oil
 sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar
 tvær sítrónur
 nokkrar greinar ferkst timían
 Jamie Oliver Extra Virgin Olive Oil
 1 stk Romaine-salat
 75 gr. klettasalat
 75 gr. alfalfa-spírur
 2 kúfaðar teskeiðar af Jamie Oliver Coriander & Cashew Pesto
 lítið brauð með þykkri skorpu til að bera fram
1

Hitið ofninn á 200 gráður og setjið steikarfat eða stórt eldfast mót í miðjan ofn og látið hitna. Dreifið ólífuolíu yfir kjúklinginn og kryddið vel með salti og pipar. Skerið aðra sítrónuna í tvennt og kreistið safann inn í endann á kjúklingnum, látið svo báða sítrónuhelmingana fara inn í kjúklinginn líka ásamt timían-greinunum. Nuddið kjúklinginn vel upp úr olíunni og kryddunum og leggið svo varlega á bakkann í ofninum.

2

Lækkið hitann niður í 180 gráður og steikið í klukkutíma og 40 mínútur, eða þar til hann er eldaður í gegn - gott er að stinga grillspjóti í þykkasta hluta lærisins og sjá hvort safinn sem rennur úr fuglinum sé ekki áreiðanlega glær og hvort kjötið losni ekki auðveldlega frá beininu. Takið þá kjúklinginn úr ofninum og leyfið kjötinu að hvílast á fati.

3

Skerið hina sítrónuna í tvennt og kreistið safann úr öðrum helmingnum ofan í tóma sultukrukku. Bætið í krukkuna tvisvar sinnum meira af jómrúarolíu og setjið salt og pipar út í, skrúfið lokið vandlega á krukkuna og hristið duglega. Snyrtið hjartasalatið og skerið svo í um 1 cm sneiðar. Setjið í skál ásamt klettasalatinu og vætukarsanum og setjið til hliðar.

4

Setjið pestóið í litla skál og hellið safanum sem runnið hefur af kjúklingnum á meðan kjötið hvíldist. Kreistið safann úr síðasta sítrónuhelmingnum og hrærið saman við. Skerið kjúklinginn af beininu eftir smekk. Leggið kjúklinginn á fat eða disk og setjið pestósósuna yfir hann. Veltið salatinu upp úr sítrónusósunni úr sultukrukkunni og berið fram með kjúklingnum ásamt brauði með þykkri skorpu.

„Það þarf ekki að vera flókið að matreiða. Með bara örlítilli þekkingu er einfalt að elda bragðgóðan mat. Það er engin ástæða til að óttast að prófa!“ - Jamie Oliver

Innihaldsefni

 1 kjúklingur, u.þ.b. 1,7 kg.
 Jamie Oliver Everyday Olive Oil
 sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar
 tvær sítrónur
 nokkrar greinar ferkst timían
 Jamie Oliver Extra Virgin Olive Oil
 1 stk Romaine-salat
 75 gr. klettasalat
 75 gr. alfalfa-spírur
 2 kúfaðar teskeiðar af Jamie Oliver Coriander & Cashew Pesto
 lítið brauð með þykkri skorpu til að bera fram

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn á 200 gráður og setjið steikarfat eða stórt eldfast mót í miðjan ofn og látið hitna. Dreifið ólífuolíu yfir kjúklinginn og kryddið vel með salti og pipar. Skerið aðra sítrónuna í tvennt og kreistið safann inn í endann á kjúklingnum, látið svo báða sítrónuhelmingana fara inn í kjúklinginn líka ásamt timían-greinunum. Nuddið kjúklinginn vel upp úr olíunni og kryddunum og leggið svo varlega á bakkann í ofninum.

2

Lækkið hitann niður í 180 gráður og steikið í klukkutíma og 40 mínútur, eða þar til hann er eldaður í gegn - gott er að stinga grillspjóti í þykkasta hluta lærisins og sjá hvort safinn sem rennur úr fuglinum sé ekki áreiðanlega glær og hvort kjötið losni ekki auðveldlega frá beininu. Takið þá kjúklinginn úr ofninum og leyfið kjötinu að hvílast á fati.

3

Skerið hina sítrónuna í tvennt og kreistið safann úr öðrum helmingnum ofan í tóma sultukrukku. Bætið í krukkuna tvisvar sinnum meira af jómrúarolíu og setjið salt og pipar út í, skrúfið lokið vandlega á krukkuna og hristið duglega. Snyrtið hjartasalatið og skerið svo í um 1 cm sneiðar. Setjið í skál ásamt klettasalatinu og vætukarsanum og setjið til hliðar.

4

Setjið pestóið í litla skál og hellið safanum sem runnið hefur af kjúklingnum á meðan kjötið hvíldist. Kreistið safann úr síðasta sítrónuhelmingnum og hrærið saman við. Skerið kjúklinginn af beininu eftir smekk. Leggið kjúklinginn á fat eða disk og setjið pestósósuna yfir hann. Veltið salatinu upp úr sítrónusósunni úr sultukrukkunni og berið fram með kjúklingnum ásamt brauði með þykkri skorpu.

Ristað kjúklingasalat með pestó-dressingu