Pulled pork tortillabátar með góðu kálsalati


Bragðmikill amerískur langsuðuréttur með mexíkönsku ívafi. Vel kryddað, meyrt svína-/grísakjöt með góður, stökku kálsalati í mjúkum tortillabátum.

[cooked-sharing]

MagnFyrir 6
 1,5 kg. úrbeinaður grísa-/svínahnakki
 Tortilla bátar frá Old El Paso
 2 msk. saltflögur
 1 tsk. nýmalaður svartur pipar
 1 msk. paprikuduft
 1 tsk. cayenne pipar
 2 laukar
 1 heill hvítlaukur
 250 ml Smokey BBQ sósa
 300 g. hvítkál
 2 gulrætur
 1,5 dl. sýrður rjómi
 1 dl. majones
 1,5 teskeið Dijon sinnep
 Salt og pipar eftir smekk
1

Stillið ofninn á 125°C. Þurrkið kjötið vel og nuddið kryddinu inn í það. Leggið kjötið í ofnfastan pott með loki.

2

Afhýðið laukinn og skerið í báta. Afhýðið hvítlaukinn og leggið síðan allan laukinn í pottinn í kringum kjötið.

3

Þekið síðan kjötið og laukinn með grillsósunni. Látið malla í ofninum í a.m.k. 5 klst., eða þar til kjötið er léttilega reytt í ræmur. Rífið því næst kjötið í ræmur með gaffli og blandið því saman við sósuna.

4

Kálsalat: Rífið kálið og gulræturnar smátt. Blandið saman við sýrðan rjóma, majones, og Dijon sinnep. Saltað og piprað eftir smekk. Látið gjarnan standa í kæli í u.þ.b. 1 klst. áður en það er borið fram.

Uppskriftin er frá Nathan og Olsen.

Innihaldsefni

 1,5 kg. úrbeinaður grísa-/svínahnakki
 Tortilla bátar frá Old El Paso
 2 msk. saltflögur
 1 tsk. nýmalaður svartur pipar
 1 msk. paprikuduft
 1 tsk. cayenne pipar
 2 laukar
 1 heill hvítlaukur
 250 ml Smokey BBQ sósa
 300 g. hvítkál
 2 gulrætur
 1,5 dl. sýrður rjómi
 1 dl. majones
 1,5 teskeið Dijon sinnep
 Salt og pipar eftir smekk

Leiðbeiningar

1

Stillið ofninn á 125°C. Þurrkið kjötið vel og nuddið kryddinu inn í það. Leggið kjötið í ofnfastan pott með loki.

2

Afhýðið laukinn og skerið í báta. Afhýðið hvítlaukinn og leggið síðan allan laukinn í pottinn í kringum kjötið.

3

Þekið síðan kjötið og laukinn með grillsósunni. Látið malla í ofninum í a.m.k. 5 klst., eða þar til kjötið er léttilega reytt í ræmur. Rífið því næst kjötið í ræmur með gaffli og blandið því saman við sósuna.

4

Kálsalat: Rífið kálið og gulræturnar smátt. Blandið saman við sýrðan rjóma, majones, og Dijon sinnep. Saltað og piprað eftir smekk. Látið gjarnan standa í kæli í u.þ.b. 1 klst. áður en það er borið fram.

Pulled pork tortillabátar með góðu kálsalati