Print Options:

Piparkökur

MagnFyrir 1

 4 dl. hveiti
 1 dl. sýróp
 2 dl. sykur
 2 tsk. kanill
 1 tsk. negull
 1 tsk. engifer
 1 tsk. matarsódi
 1/4 tsk. pipar
 100 g. smjörlíki - við stofuhita
 1/2 dl. nýmjólk
1

Hitið ofninn í 200°C. Setjið þurrefnin saman í skál og hrærið þeim vel saman. Skerið smjörlíkið í bita og blandið við þurrefnin (munið að hafa það við stofuhita).

2

Gerið holu í deigið, hellið mjólkinni ásamt sýrópinu ofan í og hrærið vel saman. Hellið deiginu á borð og hnoðið þangað til það er tilbúið. Ef ykkur finnst deigið vera of blautt þá er alltaf hægt að bæta við smá hveiti.

3

Fletjið deigið út og leikið ykkur að búa til jólatré, hjörtu, stjörnur eða það sem ykkur dettur í hug. Bakið piparkökurnar í 5-8 mínútur.

4

Ah.. njótið ! Er eitthvað betra en nýbakaðar piparkökur?