Pestófyllt tortellini með reyktum laxi og parmesan

  ,

mars 29, 2017

Reyktur lax, klettasalat, ómótstæðileg parmesandressing og svo það sem setur punktinn yfir i-ið dásamlega bragðgott og ferskt pasta frá RANA.

  • Matur fyrir: 4

Hráefni

250 g. tortellini frá RANA með basilpestófyllingu

1 poki klettasalat

300 g. reyktur lax, skorinn í munnbita

Parmesandressing

50 g. parmesanostur, gróflega rifinn

2 dl. sýrður rjómi

1 tsk. dijon sinnep

1 tsk sykur

2 msk. graslaukur, skorinn smátt

1 hvítlaukur, pressaður

1/2 msk. hvítvínsedik

Salt og pipar

Leiðbeiningar

1Sjóðið pasta skv. leiðbeiningum á pakkningu. Kælið lítillega.

2Gerið parmesandressinguna með því að blanda saman öllum hráefnum.

3Setjið klettasalat í stóra skál, bætið laxi og tortellini saman við og að lokum parmesandressingunni (magn eftir smekk). Berið fram með parmesan og góðu brauði.

Þessi uppskrift er frá Karl K. Karlsyni, http://karlsson.is/vorur/rana/.

00:00

0 Umsagnir

All fields are required to submit a review.

Aðrar uppskriftir

Tikka Masala

Wok kjúklingur í rauðu karrý

Indverskt kjúklingabaunakarrý vegan

Leita að uppskriftum