Pepperoni pasta í piparostasósu

  ,

mars 29, 2017

Dásemdar pastaréttur með pepperoni og piparostasósu. Rétturinn er ofureinfaldur í gerð og elskaður af öllum sem hann bragða.

  • Matur fyrir: 4

Hráefni

250 g. tagliatelle frá RANA

3 msk. smjör

1-3 hvítlauksrif - smátt söxuð

1 rauð paprika - smátt söxuð

100 g. pepperoni

1 stk. piparostur - skorinn í bita

1/2 - 1 dl. matreiðslurjómi (eða mjólk)

Leiðbeiningar

1Sjóðið pasta skv. leiðbeiningum á pakkningu.

2Setjið smjör á pönnu og léttsteikið hvítlaukinn og paprikuna.

3Skerið piparostinn í litla bita og bætið saman við ásamt matreiðslurjóma. Látið malla (en ekki sjóða) þar til osturinn hefur bráðnað.

4Hellið sósunni yfir pastað og blandið vel saman. Berið fram með góðu salati og hvítlauksbrauði.

Þessi uppskrift er frá Karl K. Karlsyni, http://karlsson.is/vorur/rana/.

00:00

0 Umsagnir

All fields and a star-rating are required to submit a review.

Aðrar uppskriftir

Grillaður kjúklingur með mexíkönsku tómatsalsa

Sveitakjúklingur

Pikklaður rauðlaukur og fennel

Leita að uppskriftum