Meiriháttar minestrone súpa með pestó


Ef þú átt allskyns afganga af pasta inni í skáp, brjóttu þá og settu í krukku og geymdu þá - þeir eru fullkomnir í uppskrift eins og þessa. Þú bætir þeim bara út í við lok eldunartímans.

[cooked-sharing]

MagnFyrir 6
 1 rauðlaukur
 1 hvítlauksgeiri
 2 sellerístilkar
 1 lítill púrrulaukur
 2 gulrætur
 4 beikonstrimlar
 Jamie Oliver Everyday Olive Oil
 2 litlir kúrbítar
 2 dósir (eða um 800 gr.) af niðurskornum tómötum
 1 dós (400 gr.) nýrna baunir
 1 lítri lífrænt svína- eða kjúklingasoð
 50 gr. Jamie Oliver Conchigliette mini shells
 50 gr. spínat
 sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar
 6 tsk. Jamie Oliver Italian Herb Pesto
 Jamie Oliver Extra Virgin Olive Oil
1

Afhýðið og fínsaxið laukinn og hvítlaukinn, snyrtið og saxið selleríið og púrrulaukinn. Flysjið gulræturnar og skerið smátt. Fínsaxið beikonið.

2

Kveikið undir stórum potti á miðlungshita og setjið vel af ólífuolíu í hann. Steikið beikonið þar til það fær á sig gulleitan blæ og bætið þá við lauk, hvítlauk, sellerí, púrrulauk og gulrótum og látið malla með lokið hálft yfir í um fimmtán mínútur eða þar til grænmetið er orðið mjúkt, hrærið reglulega á meðan.

3

Skerið kúrbítana í fjóra eins bita eftir endilöngu, sneiðið svo hverja lengju niður í um það bil 1 cm þykkar sneiðar og bætið út í pottinn. Hellið tómötunum út í og því næst baununum, eftir að vatnið hefur verið látið renna af þeim. 750 ml af soði bætt út í ásamt pastanu, súpan er látin malla áfram þangað til pastað er næstum soðið í gegn. Þú gætir þurft að bæta meira soði út í þar sem pastað dregur í sig talsverðan vökva. Snyrtið spínatið og skerið frá harða stilka, saxið svo gróft og setjið út í súpuna og látið malla með í um tvær mínútur, þar til blöðin hafa alveg mýkst. Kryddið með salti og pipar.

4

Ausið í skálar og gætið þess að allir fái sitt lítið af hverju. Setjið svo um teskeið af pestói út á hverja skál ásamt smá skvettu af jómfrúarolíu. Hrærið pestóið lauslega saman við súpuna til þess að fá enn meira af dásamlegu bragði.

„Það þarf ekki að vera flókið að matreiða. Með bara örlítilli þekkingu er einfalt að elda bragðgóðan mat. Það er engin ástæða til að óttast að prófa!“ - Jamie Oliver

Innihaldsefni

 1 rauðlaukur
 1 hvítlauksgeiri
 2 sellerístilkar
 1 lítill púrrulaukur
 2 gulrætur
 4 beikonstrimlar
 Jamie Oliver Everyday Olive Oil
 2 litlir kúrbítar
 2 dósir (eða um 800 gr.) af niðurskornum tómötum
 1 dós (400 gr.) nýrna baunir
 1 lítri lífrænt svína- eða kjúklingasoð
 50 gr. Jamie Oliver Conchigliette mini shells
 50 gr. spínat
 sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar
 6 tsk. Jamie Oliver Italian Herb Pesto
 Jamie Oliver Extra Virgin Olive Oil

Leiðbeiningar

1

Afhýðið og fínsaxið laukinn og hvítlaukinn, snyrtið og saxið selleríið og púrrulaukinn. Flysjið gulræturnar og skerið smátt. Fínsaxið beikonið.

2

Kveikið undir stórum potti á miðlungshita og setjið vel af ólífuolíu í hann. Steikið beikonið þar til það fær á sig gulleitan blæ og bætið þá við lauk, hvítlauk, sellerí, púrrulauk og gulrótum og látið malla með lokið hálft yfir í um fimmtán mínútur eða þar til grænmetið er orðið mjúkt, hrærið reglulega á meðan.

3

Skerið kúrbítana í fjóra eins bita eftir endilöngu, sneiðið svo hverja lengju niður í um það bil 1 cm þykkar sneiðar og bætið út í pottinn. Hellið tómötunum út í og því næst baununum, eftir að vatnið hefur verið látið renna af þeim. 750 ml af soði bætt út í ásamt pastanu, súpan er látin malla áfram þangað til pastað er næstum soðið í gegn. Þú gætir þurft að bæta meira soði út í þar sem pastað dregur í sig talsverðan vökva. Snyrtið spínatið og skerið frá harða stilka, saxið svo gróft og setjið út í súpuna og látið malla með í um tvær mínútur, þar til blöðin hafa alveg mýkst. Kryddið með salti og pipar.

4

Ausið í skálar og gætið þess að allir fái sitt lítið af hverju. Setjið svo um teskeið af pestói út á hverja skál ásamt smá skvettu af jómfrúarolíu. Hrærið pestóið lauslega saman við súpuna til þess að fá enn meira af dásamlegu bragði.

Meiriháttar minestrone súpa með pestó