Kjúklingur í tikka masala sósu

  , ,   

febrúar 10, 2017

Einfaldur og góður indverskur réttur. Kjúklingur í tikka masala sósu með kókosolíu og grænmeti.

  • Matur fyrir: 4-6

Hráefni

1 krukka Patak tikka masala sósa

2 tsk. olía til steikingar

1 paprika

1 laukur

1 pakki Krónu kjúklingabringur

1 dós Gestus kókosmjólk

salt og pipar

Leiðbeiningar

1Skerið kjúklingabringur í bita og steikið á pönnu með olíu við meðalhita. Kryddið með salt og pipar og steikið þar til bitarnir hafa brúnast.

2Skerið papriku og lauk og létt steikið á pönnunni með kjúklingnum.

3Bætið Patak tikka masala sósu út á pönnuna og látið malla í 15 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.

4Kókosmjólkinni er hrært í rétt áður en rétturinn er borinn fram.

Gott að bera fram með nan brauði og fersku kóríander stráð yfir.

00:00

0 Umsagnir

All fields are required to submit a review.

Aðrar uppskriftir

Tagliatelle með kjúkling, sveppum og piparostasósu

Wok kjúklingur í rauðu karrý

Fersk ídýfa

Leita að uppskriftum