Print Options:

Kjúklingur með kasjúhnetum

MagnFyrir 4

 2 litlir rauðlaukar, skornir í fernt
 500 g kjúklingalundir
 3 msk olía til steikingar
 80 g kasjúhnetur
 3 stór hvítlauksrif, pressuð
Sósa
 2 tsk soyasósa, t.d. Soy sauce frá Blue Dragon
 2 msk teriyakisósa
 2 msk fiskisósa
 2 msk púðursykur
 2 msk vatn
1

Blandið öllum hráefnum saman í sósunni og geymið.

2

Skerið kjúklingalundirnar í þunnar sneiðar langsum.

3

Setjið olíu á pönnu og ristið kasjúhneturnar þar til þær eru farnar að brúnast. Hrærið reglulega í þeim á meðan. Takið þær af pönnunni, en skiljið olíuna eftir. Þerrið hneturnar og takið til hliðar.

4

Steikið því næst lauk og hvítlauk. Bætið kjúklinginum saman við og steikið í um 5 mínútur eða þar til hann er fulleldaður og farinn að brúnast. Hrærið reglulega í blöndunni á meðan steikingunni stendur.

5

Hellið sósunni og kasjúhnetunum saman við og takið af hitanum. Berið fram með hrísgrjónum eða núðlum og skreytið að vild t.d. með kóríander eða vorlauk.

Næringargildi

Fyrir 0