Print Options:

Kjúklingavefja

MagnFyrir 5

 2-3 kjúklingabringur
 Vefjur
 1 paprika
 1 rauðlaukur, laukur eða blaðlaukur
 2 msk kjúklingakrydd
 2 msk sterkt paprikukrydd
 Ólífuolía (til að steikja upp úr)
Annað góðgæti á vefjurnar
 Sýrður rjómi
 Salsa
 Rifinn Mozzarella ostur
 Guacamole
1

Skolið paprikuna og skerið smátt sem og laukinn. Steikið þar til mjúkt við meðalhita af ólífuolíu og fullt af kryddi. Takið af pönnunni og setjið í skál.

2

Skerið kjúklinginn á sérstöku kjúklingabretti (ekki trébretti). Steikið hann næst í ólífuolíu og fullt af kryddi á meðalhita. Þegar bitarnir hafa lokast er gott að lækka hitann í um það bil 2-3, setja lokið á og bíða í um 3-4 mínútur á meðan hann eldast í gegn.

3

Á meðan þið bíðið, getið þið tekið meðlætið til. Setjið kjúklinginn eldaðan í skálina með steikta grænmetinu og berið fram með öllu hinu meðlætinu.

Næringargildi

Fyrir 5