Kalkúnabringa með hnetu- og fetaostsfyllingu


ErfiðleikastigMiðlungs

MagnFyrir 1
 1 kg kalkúnabringa
  pk. salvía
 2 msk. laukduft
 1 stk. hvítlauksgeiri saxaður
 1 tsk. paprikuduft
 2 tsk. maldon salt
 dálítill svartur pipar
 50 g smjör
Fylling
 1 stk. grænt epli skorið í teninga
 1 stk. laukur skorinn í teninga
 1 pk. kastaníusveppir
 5 stk. sellerí rót / sirka 5 stilkar
 100 g þurrkaðar apríkósur skornar í teninga
 5 stk. brauðsneiðar / skorpulausar og skornar í teninga
 1 stk. poki ristaðar muldar heslihnetur
 1 stk. fetaost krukka
 100 g smjör
Villisveppasósa
 1 villisveppir
 ½ dl púrtvín
 1 dl vatn
 300 ml rjómi
 3 stk. skarlottlaukur saxaður
 2 msk. fljótandi kjúklingakraftur
 1 msk. sérríedik
 dálítið af salti
1

Keyrið öll kryddin saman í matvinnsluvél.

2

Brúnið kalkúnabringuna að utan á pönnu, og bætið smjörinu og hvítlauknum á pönnuna og látið freyða.

3

Setjið bringuna og smjörið í eldfast form og nuddið kryddunum vel á. Bakið í ofninum við 170° þar til kjarnhiti hefur náð 67°.

4

Takið úr ofninum og fylgist með hitamælinum næstu 5-10 mín. kjarnhitinn ætti að ná 71° að lokum. Ef ekki gefið bringunni þá nokkrar mín. í viðbót.

Fylling
5

Steikið grænmetið á pönnu, bætið smjörinu í og látið það freyða. Bætið í restinni af hráefni fyrir utan fetaostinn. Blandið vel saman og smakkið til með salti.

Setjið í eldfast mót. Sigtið olíuna af fetostinum og raðið honum ofan á fyllinguna. Bakið í ofni við 180° þar til osturinn verður gullinbrúnn.

Villisveppasósa
6

Setjið villisveppina í vatn og látið standa í ca 20 mín. Svitið laukinn í potti með smá olíu þar til glær. Bætið púrtvíni út í og sjóðið niður um helming. Bætið restinni af hráefni í fyrir utan edik og sjóðið við vægan hita í ca 20 mín. Notið töfrasprota til að mauka sveppina og laukinn saman við sósuna og bætið ediki í. Smakkið til með salti. Má þykkja sósuna með sósujafnara ef þess þarf.

Innihaldsefni

 1 kg kalkúnabringa
  pk. salvía
 2 msk. laukduft
 1 stk. hvítlauksgeiri saxaður
 1 tsk. paprikuduft
 2 tsk. maldon salt
 dálítill svartur pipar
 50 g smjör
Fylling
 1 stk. grænt epli skorið í teninga
 1 stk. laukur skorinn í teninga
 1 pk. kastaníusveppir
 5 stk. sellerí rót / sirka 5 stilkar
 100 g þurrkaðar apríkósur skornar í teninga
 5 stk. brauðsneiðar / skorpulausar og skornar í teninga
 1 stk. poki ristaðar muldar heslihnetur
 1 stk. fetaost krukka
 100 g smjör
Villisveppasósa
 1 villisveppir
 ½ dl púrtvín
 1 dl vatn
 300 ml rjómi
 3 stk. skarlottlaukur saxaður
 2 msk. fljótandi kjúklingakraftur
 1 msk. sérríedik
 dálítið af salti

Leiðbeiningar

1

Keyrið öll kryddin saman í matvinnsluvél.

2

Brúnið kalkúnabringuna að utan á pönnu, og bætið smjörinu og hvítlauknum á pönnuna og látið freyða.

3

Setjið bringuna og smjörið í eldfast form og nuddið kryddunum vel á. Bakið í ofninum við 170° þar til kjarnhiti hefur náð 67°.

4

Takið úr ofninum og fylgist með hitamælinum næstu 5-10 mín. kjarnhitinn ætti að ná 71° að lokum. Ef ekki gefið bringunni þá nokkrar mín. í viðbót.

Fylling
5

Steikið grænmetið á pönnu, bætið smjörinu í og látið það freyða. Bætið í restinni af hráefni fyrir utan fetaostinn. Blandið vel saman og smakkið til með salti.

Setjið í eldfast mót. Sigtið olíuna af fetostinum og raðið honum ofan á fyllinguna. Bakið í ofni við 180° þar til osturinn verður gullinbrúnn.

Villisveppasósa
6

Setjið villisveppina í vatn og látið standa í ca 20 mín. Svitið laukinn í potti með smá olíu þar til glær. Bætið púrtvíni út í og sjóðið niður um helming. Bætið restinni af hráefni í fyrir utan edik og sjóðið við vægan hita í ca 20 mín. Notið töfrasprota til að mauka sveppina og laukinn saman við sósuna og bætið ediki í. Smakkið til með salti. Má þykkja sósuna með sósujafnara ef þess þarf.

Kalkúnabringa með hnetu- og fetaostsfyllingu