Hlýlegur ítalskur nautapottréttur


Þessi réttur er fullkominn þegar á að hafa það reglulega huggulegt og er sérlega einfaldur í matreiðslu. Með því að leyfa honum að malla tímunum saman ekki aðeins bráðnar hann í munni heldur verður hann enn bragðbetri.

[cooked-sharing]

MagnFyrir 6
 2 rauðlaukar
 2 gulrætur
 2 sellerístilkar
 Jamie Oliver Everyday Olive Oil
 1 kg nauta gúllas
 sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar
 1 grein af rósmarín
 2 400 gr. krukkur af Jamie Oliver Tomato & Red Wine Pasta Sauce
 500 gr. Jamie Oliver Tagliatelle
1

Hitið ofninn í 170 gráður. Snyrtið og grófsaxið laukinn, gulræturnar og sellerístilkana. Kveikið undir stórum potti (með loki) sem má setja inn í ofn og hafið á háum hita. Vætið pottinn með ögn af olíu og setjið svo kjötið út í og kryddið með salti og pipar, snúið kjötinu reglulega svo það brúnist á öllum hliðum.

2

Setjið lauk, gulrótum og selleríi í pottinn. Tínið rósmarínið af greinunum og leyfið að öllu saman að malla á miðlungshita í um 15 mínútur, eða þar til grænmetið er orðið mjúkt og farið að taka lit. Hrærið reglulega í pottinum á meðan. Tæmið krukkurnar með pastasósunni út í pottinn, fyllið þær báðar aftur með vatni og hellið saman við og leyfið suðunni að koma upp.

3

Klippið út stykki af bökunarpappír, og látið vera um 2 cm breiðari en potturinn - gott er að nota pottlokið til að mæla. Krumpið svo pappírinn og skolið undir köldu vatni, leggið yfir pottinn og setjið svo lokið þar ofan á. Færið svo pottinn inn í ofn.

4

Eldið kjötið í ofninum í fjóra klukkutíma, en takið kjötið út eftir um tvo tíma og snúið því við í pottinum. Bætið sjóðandi vatni út í og gætið að fylli pottinn jafn mikið og þegar potturinn fór fyrst inn í ofn. Lokið pottinum aftur og leyfið kjötinu að sjóða áfram í um tvo tíma, eða þar til það er orðið lungamjúkt.

5

Þegar kjötið er tilbúið er það veitt upp úr pottinum, tekið aðeins í sundur og sett á fat. Fita og aðrar leyfar eru veiddar ofan af yfirborði sósunnar, ef þarf má bæta við sjóðandi vatni til að hún fljóti betur. Kryddið og dreifið svo yfir kjötið, berið fram með tagliatelle eða t.d ristuðum kartöflum eða grænmeti.

„Það þarf ekki að vera flókið að matreiða. Með bara örlítilli þekkingu er einfalt að elda bragðgóðan mat. Það er engin ástæða til að óttast að prófa!“ - Jamie Oliver

Innihaldsefni

 2 rauðlaukar
 2 gulrætur
 2 sellerístilkar
 Jamie Oliver Everyday Olive Oil
 1 kg nauta gúllas
 sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar
 1 grein af rósmarín
 2 400 gr. krukkur af Jamie Oliver Tomato & Red Wine Pasta Sauce
 500 gr. Jamie Oliver Tagliatelle

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn í 170 gráður. Snyrtið og grófsaxið laukinn, gulræturnar og sellerístilkana. Kveikið undir stórum potti (með loki) sem má setja inn í ofn og hafið á háum hita. Vætið pottinn með ögn af olíu og setjið svo kjötið út í og kryddið með salti og pipar, snúið kjötinu reglulega svo það brúnist á öllum hliðum.

2

Setjið lauk, gulrótum og selleríi í pottinn. Tínið rósmarínið af greinunum og leyfið að öllu saman að malla á miðlungshita í um 15 mínútur, eða þar til grænmetið er orðið mjúkt og farið að taka lit. Hrærið reglulega í pottinum á meðan. Tæmið krukkurnar með pastasósunni út í pottinn, fyllið þær báðar aftur með vatni og hellið saman við og leyfið suðunni að koma upp.

3

Klippið út stykki af bökunarpappír, og látið vera um 2 cm breiðari en potturinn - gott er að nota pottlokið til að mæla. Krumpið svo pappírinn og skolið undir köldu vatni, leggið yfir pottinn og setjið svo lokið þar ofan á. Færið svo pottinn inn í ofn.

4

Eldið kjötið í ofninum í fjóra klukkutíma, en takið kjötið út eftir um tvo tíma og snúið því við í pottinum. Bætið sjóðandi vatni út í og gætið að fylli pottinn jafn mikið og þegar potturinn fór fyrst inn í ofn. Lokið pottinum aftur og leyfið kjötinu að sjóða áfram í um tvo tíma, eða þar til það er orðið lungamjúkt.

5

Þegar kjötið er tilbúið er það veitt upp úr pottinum, tekið aðeins í sundur og sett á fat. Fita og aðrar leyfar eru veiddar ofan af yfirborði sósunnar, ef þarf má bæta við sjóðandi vatni til að hún fljóti betur. Kryddið og dreifið svo yfir kjötið, berið fram með tagliatelle eða t.d ristuðum kartöflum eða grænmeti.

Hlýlegur ítalskur nautapottréttur