Heimagerðir kjúklinganaggar með sætkartöflufrönskum


[cooked-sharing]

MagnFyrir 4
 800 g kjúklingalundir
 2 egg
 2 dl hveiti
 2 dl brauðrasp
 2 tsk. ítalskt jurtakrydd
 2 sætar kartöflur
 3 msk. kartöflumjöl
 250 g grískt jógúrt
 3 msk. ferskur sítrónusafi
 2 msk. saxaður graslaukur
 2 msk. söxuð steinselja
 2 msk. saxað kóríander
 1 msk. söxuð mynta
1

Hitið ofninn í 180°c og leggið bökunarpappír í ofnskúffu. Takið fram tvo diska og eina skál. Hrærið eggin saman í skálinni. Setjið brauðraspið á annan diskinn en hveitið, salt, pipar og ítalska kryddið á hinn.

2

Saltið og piprið kjúklinginn. Takið nokkrar kjúklingalundir í einu og veltið uppúr hveitinu. Dýfið þeim svo ofan í eggin og að lokum veltið þeim upp úr brauðraspinu. Leggið kjúklingalundirnar á bökunarpappírinn og eldið í ofni í um 15 mínútur. (Á meðan er gott að undirbúa sætkartöflufranskarnar). Áður en kjúklingalundirnar eru bornar fram, steikið þær í olíu í 1-2 mínútur eða þangað til að þær eru orðnar gullinbrúnar.

3

Sætkartöflufranskar: Hitið ofninn í 225 gráður og leggið bökunarpappír á ofnskúffu. Skolið af sætu kartöflunum og skerið þær í strimla. Leggið kartöflurnar í skál, bætið við ólífuolíu og salt og pipar og blandið öllu saman. Bætið kartöflumjölinu saman við kartöflurnar og blandið saman með höndunum. Leggið kartöflurnar á bökunarpappír og leggið inn í ofn í 20-30 mínútur.

4

Kryddjurtasósa: Blandið öllum hráefnunum saman í skál og berið fram.

Þessi uppskrift er frá Jennifer Berg hjá Glamour, http://www.visir.is/f/glamour. 

Innihaldsefni

 800 g kjúklingalundir
 2 egg
 2 dl hveiti
 2 dl brauðrasp
 2 tsk. ítalskt jurtakrydd
 2 sætar kartöflur
 3 msk. kartöflumjöl
 250 g grískt jógúrt
 3 msk. ferskur sítrónusafi
 2 msk. saxaður graslaukur
 2 msk. söxuð steinselja
 2 msk. saxað kóríander
 1 msk. söxuð mynta

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn í 180°c og leggið bökunarpappír í ofnskúffu. Takið fram tvo diska og eina skál. Hrærið eggin saman í skálinni. Setjið brauðraspið á annan diskinn en hveitið, salt, pipar og ítalska kryddið á hinn.

2

Saltið og piprið kjúklinginn. Takið nokkrar kjúklingalundir í einu og veltið uppúr hveitinu. Dýfið þeim svo ofan í eggin og að lokum veltið þeim upp úr brauðraspinu. Leggið kjúklingalundirnar á bökunarpappírinn og eldið í ofni í um 15 mínútur. (Á meðan er gott að undirbúa sætkartöflufranskarnar). Áður en kjúklingalundirnar eru bornar fram, steikið þær í olíu í 1-2 mínútur eða þangað til að þær eru orðnar gullinbrúnar.

3

Sætkartöflufranskar: Hitið ofninn í 225 gráður og leggið bökunarpappír á ofnskúffu. Skolið af sætu kartöflunum og skerið þær í strimla. Leggið kartöflurnar í skál, bætið við ólífuolíu og salt og pipar og blandið öllu saman. Bætið kartöflumjölinu saman við kartöflurnar og blandið saman með höndunum. Leggið kartöflurnar á bökunarpappír og leggið inn í ofn í 20-30 mínútur.

4

Kryddjurtasósa: Blandið öllum hráefnunum saman í skál og berið fram.

Heimagerðir kjúklinganaggar með sætkartöflufrönskum