Heilsteikt önd með fyllingu og apríkósugljáá


ErfiðleikastigErfitt

MagnFyrir 4
Undirbúningur30 mínúturEldunartími 2 klst 25 mínúturSamtals tími2 klst 55 mínútur
 2 stk. Heilar endur
 4 l Vatn
 200 g Salt
 200 g Sykur
Fylling
 5 stk. Sellerí
 4 stk. Gulrætur skornar í litla teninga
 1 pk. Sveppir smátt saxaðir
 50 g Apríkósur saxaðar
 50 g Döðlur saxaðar
 ½ stk. Sellerí rótin skorin í teninga
 2 stk. Samlokubrauð skorin í tenginga
 3 stk. Ferskt blóðberg stilkar
 1 stk. Grænt epli skorið í teninga
 50 g Smjör
 Salt og pipar
Apríkósugljái
 50 ml Eplaedik
 50 ml Vatn
 75 ml Soyasósa
 1 stk. Appelsína, safi og börku
 100 g Apríkósur saxaðar
 3 stk. Döðlur saxaðar
 5 msk. Púðursykur
 1 stk. Hvítlauksgeiri
 2 msk. Engiferrót (2cm)
Aðferð
1

Sjóðið 1 líter af vatni og leysið upp salt og sykur. Hellið blöndunni saman við kalda 2 lítra af vatni og kælið alveg.

2

Snyrtið endurnar að utan og skerið burt óþarfa fitu. Geymið háls og annað sem fylgir með í soð ef þið viljið gera sósu frá grunni.

3

Leggið endurnar ofan í saltlöginn og leyfið þeim að standa í 6-8 klst. Takið endurnar upp úr saltleginum og skolið vel undir köldu vatni. Þurrkið vel með pappír.

Fylling
4

Steikið grænmetið í stórum potti upp úr olíu þar til það er orðið mjúkt.

5

Bætið út í smjöri, döðlum, apríkósum og brauðinu. Leyfið smjörinu að freyða. Smakkið til með salti og pipar. Setjið fyllinguna inn í öndina.

6

Setjið öndina á grind og djúpa ofnskúffu undir. Bakið í ofni við 150°c í 2 klst. Takið öndina út og hækkið hitann á ofninum í 210°c. Bakið í 5-10 mín eða þangað til að skinnið er orðið stökkt. Fylgist vel með allan tímann svo að öndin brenni ekki. Pennslið með gljáa og bakið í ca. 5 mín.

Apríkósugljái
7

Allt hráefni sett saman í pott og soðið við vægan hita í ca 5 mín.

8

Setjið allt í blandara þar til úr verður silkimjúkur gljái.

Innihaldsefni

 2 stk. Heilar endur
 4 l Vatn
 200 g Salt
 200 g Sykur
Fylling
 5 stk. Sellerí
 4 stk. Gulrætur skornar í litla teninga
 1 pk. Sveppir smátt saxaðir
 50 g Apríkósur saxaðar
 50 g Döðlur saxaðar
 ½ stk. Sellerí rótin skorin í teninga
 2 stk. Samlokubrauð skorin í tenginga
 3 stk. Ferskt blóðberg stilkar
 1 stk. Grænt epli skorið í teninga
 50 g Smjör
 Salt og pipar
Apríkósugljái
 50 ml Eplaedik
 50 ml Vatn
 75 ml Soyasósa
 1 stk. Appelsína, safi og börku
 100 g Apríkósur saxaðar
 3 stk. Döðlur saxaðar
 5 msk. Púðursykur
 1 stk. Hvítlauksgeiri
 2 msk. Engiferrót (2cm)

Leiðbeiningar

Aðferð
1

Sjóðið 1 líter af vatni og leysið upp salt og sykur. Hellið blöndunni saman við kalda 2 lítra af vatni og kælið alveg.

2

Snyrtið endurnar að utan og skerið burt óþarfa fitu. Geymið háls og annað sem fylgir með í soð ef þið viljið gera sósu frá grunni.

3

Leggið endurnar ofan í saltlöginn og leyfið þeim að standa í 6-8 klst. Takið endurnar upp úr saltleginum og skolið vel undir köldu vatni. Þurrkið vel með pappír.

Fylling
4

Steikið grænmetið í stórum potti upp úr olíu þar til það er orðið mjúkt.

5

Bætið út í smjöri, döðlum, apríkósum og brauðinu. Leyfið smjörinu að freyða. Smakkið til með salti og pipar. Setjið fyllinguna inn í öndina.

6

Setjið öndina á grind og djúpa ofnskúffu undir. Bakið í ofni við 150°c í 2 klst. Takið öndina út og hækkið hitann á ofninum í 210°c. Bakið í 5-10 mín eða þangað til að skinnið er orðið stökkt. Fylgist vel með allan tímann svo að öndin brenni ekki. Pennslið með gljáa og bakið í ca. 5 mín.

Apríkósugljái
7

Allt hráefni sett saman í pott og soðið við vægan hita í ca 5 mín.

8

Setjið allt í blandara þar til úr verður silkimjúkur gljái.

Heilsteikt önd með fyllingu og apríkósugljáá