Balsamik og chili-gljáðar grillaðar paprikur


Þegar paprikur eru grillaðar á þennan hátt verða þær einstaklega sætar og góðar á bragðið. Notið þær sem hluta af antipasti, blandið saman við gott salat eða berið fram sem meðlæti með grilluðu kjöti eða fiski.

[cooked-sharing]

MagnFyrir 4
 6 rauðar paprikur
 Jamie Oliver Sticky Chilli & Balsamic Drizzle
 Jamie Oliver Extra Virgin Olive Oil
 sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar
 2 hvítlauksgeirar
 1 msk. kapers
 ½ búnt oregano
1

Setjið ofngrillið á hæsta hita. Leggið paprikurnar í heilu lagi á hitaþolinn bakka og leggið undir grillið. Flygist vel með paprikunum og snúið þegar þær verða vel brenndar og bólgnar, takið þær þá úr ofninum og setjið í skál og lokið þétt með plastfilmu. Látið standa og kólna í um hálfa klukkustund.

2

Fjarlægið filmuna og takið eina papriku og setjið á bretti. Skrapið húðina af paprikunni, rífið hana svo í sundur og fræhreinsið, setjið hana loks í hreina skál. Endurtakið svo koll af kolli með hinar paprikurnar. Hellið safanum sem varð eftir í fyrri skálinni í gegnum fínt sigti yfir í þá nýju með paprikunum. Snyrtið loks hvítlaukinn og skerið í mjög þunnar sneiðar.

3

Mér finnst gott að taka mér tíma í að raða matnum á diskinn. Setjið slettu af chili og balsamsósunni á fat eða bakka, hellið svo dreitli af jómfrúarolíu yfir og kryddið með salti og pipar. Dreifið yfir þetta þriðjungnum af hvítlauknum, kapersinu og oreganóinu.

4

Rífið helminginn af paprikunum í strimla og leggið yfir, setjið þá sósur og næsta þriðjung af meðlæti yfir. Rífið loks restina af paprikunum yfir diskinn og leggið lokahönd á réttinn með sósum og afganginn af meðlætinu yfir.

„Það þarf ekki að vera flókið að matreiða. Með bara örlítilli þekkingu er einfalt að elda bragðgóðan mat. Það er engin ástæða til að óttast að prófa!“ - Jamie Oliver

Innihaldsefni

 6 rauðar paprikur
 Jamie Oliver Sticky Chilli & Balsamic Drizzle
 Jamie Oliver Extra Virgin Olive Oil
 sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar
 2 hvítlauksgeirar
 1 msk. kapers
 ½ búnt oregano

Leiðbeiningar

1

Setjið ofngrillið á hæsta hita. Leggið paprikurnar í heilu lagi á hitaþolinn bakka og leggið undir grillið. Flygist vel með paprikunum og snúið þegar þær verða vel brenndar og bólgnar, takið þær þá úr ofninum og setjið í skál og lokið þétt með plastfilmu. Látið standa og kólna í um hálfa klukkustund.

2

Fjarlægið filmuna og takið eina papriku og setjið á bretti. Skrapið húðina af paprikunni, rífið hana svo í sundur og fræhreinsið, setjið hana loks í hreina skál. Endurtakið svo koll af kolli með hinar paprikurnar. Hellið safanum sem varð eftir í fyrri skálinni í gegnum fínt sigti yfir í þá nýju með paprikunum. Snyrtið loks hvítlaukinn og skerið í mjög þunnar sneiðar.

3

Mér finnst gott að taka mér tíma í að raða matnum á diskinn. Setjið slettu af chili og balsamsósunni á fat eða bakka, hellið svo dreitli af jómfrúarolíu yfir og kryddið með salti og pipar. Dreifið yfir þetta þriðjungnum af hvítlauknum, kapersinu og oreganóinu.

4

Rífið helminginn af paprikunum í strimla og leggið yfir, setjið þá sósur og næsta þriðjung af meðlæti yfir. Rífið loks restina af paprikunum yfir diskinn og leggið lokahönd á réttinn með sósum og afganginn af meðlætinu yfir.

Balsamik og chili-gljáðar grillaðar paprikur