Fullkomin sumarterta með marengs


[cooked-sharing]

MagnFyrir 1
 75 g smjörlíki, stofuhiti
 2 dl flórsykur
 5 eggjarauður
 1 1/2 dl hveiti
 1 1/2 tsk. lyftiduft
 4 msk. mjólk
 5 eggjahvítur
 2 1/2 dl sykur
 1 dl möndluflögur
 5 dl rjómi
 3 dl afþýdd hindber
1

Svampbotn: Hitið ofninn í 180 gráður og stillið á blástur. Leggið bökunarpappír á ofnskúffu eða í stórt eldfast mót (30x40cm), smyrjið bökunarpappírinn með smá smjöri. Í hrærivél blandið saman smjörinu og flórsykrinum, þangað til að þið hafið fengið mjúka áferð. Hrærið síðan einni eggjarauðu í einu saman við deigið.

2

Blandið saman hveitinu og lyftiduftinu og hrærið síðan saman við deigið og að því loknu bætið þið við mjólkinni. Leggið degið á bökunarpappírinn og fletjið út með sleikju svo að deigið sé jafnt.

3

Marens: Hrærið saman eggjahvíturnar með 1 dl af sykrinum fyrst en bætið svo við 1 dl af sykri og hrærið þangað til að marensinn er orðinn stífur. Smyrjið marensinum yfir allan svampbotninn. Stráið svo möndluflögunum yfir marensinn. Bakið í neðri hluta ofnsins í um 20 mínútur. Takið tertuna út úr ofninum og látið kólna.

4

Fylling: Hrærið saman rjómanum og 1/2 dl sykri og blandið síðan hindberjunum saman við. Skiptið tertunni í tvennt. Leggið annan hlutann á diskinn sem þið ætlið að bera tertuna fram í og látið marensinn snúa upp. Smyrjið hindberjarjómanum ofan á tertuna og leggið síðan hinn helminginn af tertunni ofan á svo að úr verði samloka. Skreytið kökuna með meira af berjum ef þið viljið. Berið kökuna fram og njótið.

Þessi uppskrift er frá Jennifer Berg hjá Glamour, http://www.visir.is/f/glamour.

Innihaldsefni

 75 g smjörlíki, stofuhiti
 2 dl flórsykur
 5 eggjarauður
 1 1/2 dl hveiti
 1 1/2 tsk. lyftiduft
 4 msk. mjólk
 5 eggjahvítur
 2 1/2 dl sykur
 1 dl möndluflögur
 5 dl rjómi
 3 dl afþýdd hindber

Leiðbeiningar

1

Svampbotn: Hitið ofninn í 180 gráður og stillið á blástur. Leggið bökunarpappír á ofnskúffu eða í stórt eldfast mót (30x40cm), smyrjið bökunarpappírinn með smá smjöri. Í hrærivél blandið saman smjörinu og flórsykrinum, þangað til að þið hafið fengið mjúka áferð. Hrærið síðan einni eggjarauðu í einu saman við deigið.

2

Blandið saman hveitinu og lyftiduftinu og hrærið síðan saman við deigið og að því loknu bætið þið við mjólkinni. Leggið degið á bökunarpappírinn og fletjið út með sleikju svo að deigið sé jafnt.

3

Marens: Hrærið saman eggjahvíturnar með 1 dl af sykrinum fyrst en bætið svo við 1 dl af sykri og hrærið þangað til að marensinn er orðinn stífur. Smyrjið marensinum yfir allan svampbotninn. Stráið svo möndluflögunum yfir marensinn. Bakið í neðri hluta ofnsins í um 20 mínútur. Takið tertuna út úr ofninum og látið kólna.

4

Fylling: Hrærið saman rjómanum og 1/2 dl sykri og blandið síðan hindberjunum saman við. Skiptið tertunni í tvennt. Leggið annan hlutann á diskinn sem þið ætlið að bera tertuna fram í og látið marensinn snúa upp. Smyrjið hindberjarjómanum ofan á tertuna og leggið síðan hinn helminginn af tertunni ofan á svo að úr verði samloka. Skreytið kökuna með meira af berjum ef þið viljið. Berið kökuna fram og njótið.

Fullkomin sumarterta með marengs