Print Options:

Folaldalundir í parmaskinku með bökuðum portobellosveppum

MagnFyrir 4

Kjöt
 1 kg folaldalund
 3 pk. bréf af parmaskinku (70 g)
 1 klípa salt og pipar eftir smekk (ath að skinkan er sölt)
Fondant kartöflur
 4 stk. bökunarkartöflur skornar í jafna stóra ferninga
 50 ml olía
 100 g smjör
 4 stk. Garðablóðberg (greinar)
 2 stk. hvítlauksgeirar skornir í tvennt
Bakaðir fylltir portobellosveppir
 4 stk. stórir portobello sveppir
 1 stk. búnt af basilíku
 1 stk. búnt steinselja
 2 stk. hvítlauksgeirar
 50 g muldar heslihnetur
 1 stk. piparostur (rifinn)
 1 msk. hreint brauðrasp
 100 ml ólífuolía
 salt og pipar
Leiðbeiningar
1

Hreinsið sinina af lundinni og brúnið hana á vel heitri pönnu upp úr olíu. Takið kjötið af pönnunni og leyfið því að kólna ítillega.

2

Raðið parmaskinkunni þétt á hreint skurðarbretti og vefjið utan um lundina. Endurtakið þannig að tvöfalt lag af skinku hylji
allt kjötið.

3

Steikið lundina aftur að utan og hefjið steikinguna á samskeytum skinkunar svo hún haldist tryggilega utan um kjötið.

4

Bakið lundina í ofni á 175° þar til kjarnhiti nær 49°. Takið úr ofni og hvílið í 5-10 mín.

Fondant kartöflur
5

Brúnið kartöflur að utan í olíu ásamt hvítlauk og blóðbergi. Bætið smjöri út í og leyfið því að freyða og brúnast lítillega.

6

Raðið kartöflum í lítið eldfast form og hellið smjörinu yfir.

7

Gætið þess að formið sé ekki of stórt þannig að feitin nái a.m.k. upp á miðja kartöflu. Bakið við 150° í 30 mín. eða þar til kartöflur eru meyrar í gegn. Saltið eftir smekk.

Bakaðir fylltir portobellosveppir
8

Setjið allt hráefni fyrir utan sveppina í matvinnsluvél og vinnið saman með snöggum púlsum þar til úr verður gróft mauk

9

Notið skeið til að setja maukið ofan í sveppahattinn. Saltið og piprið.

10

Bakið í ofni við 200° í 7-10 mín. Berið fram með góðri bearnaisesósu.

Næringargildi

Fyrir 0