Fiskur í umslagi með tómatlegnum grænum baunum


Nánast hvaða hvíti fiskur sem er hentar stórvel fyrir þessa uppskrift og það er jafnvel hægt að nota heilt flak af laxi ef von er á gestum - það eina sem þarf að hafa í huga er að laga eldunartímann að stærð fisksins.

[cooked-sharing]

MagnFyrir 4
 500 gr. grænar baunir
 8 msk Jamie Oliver Tomato & Basil Pasta Sauce
 4x120 gr. beinhreinsuð og þrifin hvít fiskflök með roði
 Jamie Oliver Everyday Olive Oil
 3 sítrónur
 4 tsk Jamie Oliver Green Pesto
 sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar
1

Hitið ofninn í 200 gráður. Klippið stilkinn af endanum á baununum en skiljið rytjurnar eftir. Setjið baunirnar í stóran pott með sjóðandi söltuðu vatni og forsjóðið í 3-4 mínútur, leggið svo í sigti og látið vatnið drjúpa af baununum.

2

Umslagið er gert með þeim hætti að rúmlega hálfur metri af álpappír er brotinn saman svo hann verði tvöfaldur. Setjið tvær skeiðar af pastasósunni á miðjuna, leggið svo fjórðung baunanna þar ofan á. Leggið þvínæst fiskinn ofan á baunirnar með roðið niður og hellið dreitli af ólífuolíu þar yfir. Kreistið hálfa sítrónu yfir, kryddið létt með salti og pipar. Leggið endana á álpappírnum saman og kremjið létt til þess að umslagið lokist vel. Notið sömu aðferð við að búa til umslögin þrjú sem eftir eru, leggið þau svo á bökunarplötu.

3

Eldið fiskinn í um 15-18 mínútur, eftir því hve þykk flökin eru. Þegar umslagið er tekið úr ofninum þarf það að standa í um mínútu áður en álpappírinn er færður varlega frá til þess að athuga hvort fiskurinn sé fulleldaður og losni auðveldlega í sundur. Setjið teskeið af grænu pestói yfir fiskinn og annað hvort berið fram í umslaginu eða flytjið varlega yfir á disk. Hlutið afganginn af sítrónunni í báta og berið fram með fisknum.

„Það þarf ekki að vera flókið að matreiða. Með bara örlítilli þekkingu er einfalt að elda bragðgóðan mat. Það er engin ástæða til að óttast að prófa!“ - Jamie Oliver

Innihaldsefni

 500 gr. grænar baunir
 8 msk Jamie Oliver Tomato & Basil Pasta Sauce
 4x120 gr. beinhreinsuð og þrifin hvít fiskflök með roði
 Jamie Oliver Everyday Olive Oil
 3 sítrónur
 4 tsk Jamie Oliver Green Pesto
 sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn í 200 gráður. Klippið stilkinn af endanum á baununum en skiljið rytjurnar eftir. Setjið baunirnar í stóran pott með sjóðandi söltuðu vatni og forsjóðið í 3-4 mínútur, leggið svo í sigti og látið vatnið drjúpa af baununum.

2

Umslagið er gert með þeim hætti að rúmlega hálfur metri af álpappír er brotinn saman svo hann verði tvöfaldur. Setjið tvær skeiðar af pastasósunni á miðjuna, leggið svo fjórðung baunanna þar ofan á. Leggið þvínæst fiskinn ofan á baunirnar með roðið niður og hellið dreitli af ólífuolíu þar yfir. Kreistið hálfa sítrónu yfir, kryddið létt með salti og pipar. Leggið endana á álpappírnum saman og kremjið létt til þess að umslagið lokist vel. Notið sömu aðferð við að búa til umslögin þrjú sem eftir eru, leggið þau svo á bökunarplötu.

3

Eldið fiskinn í um 15-18 mínútur, eftir því hve þykk flökin eru. Þegar umslagið er tekið úr ofninum þarf það að standa í um mínútu áður en álpappírinn er færður varlega frá til þess að athuga hvort fiskurinn sé fulleldaður og losni auðveldlega í sundur. Setjið teskeið af grænu pestói yfir fiskinn og annað hvort berið fram í umslaginu eða flytjið varlega yfir á disk. Hlutið afganginn af sítrónunni í báta og berið fram með fisknum.

Fiskur í umslagi með tómatlegnum grænum baunum