Print Options:

Fiskréttur með tómötum og ólífum

MagnFyrir 4Undirbúningur10 mínúturEldunartími 20 mínúturSamtals tími30 mínútur

Hráefni
 800 g Þorskflök
 100 g Grænar ólífur
 400 g Hakkaðir tómatar
 290 g Sólþurrkaðir tómatar
 Fersk basilika (eftir smekk)
 Hvítlaukur (eftir smekk)
Aðferð
1

Saxið hvítlaukinn og stilkana af basilikunni og steikið á pönnu á miðlungs hita þar til laukurinn er farinn að mýkjast.

2

Bætið tómötum á pönnuna og kryddið með salt og pipar og látið malla á lágum hita í 10-30 mín.

3

Hitið ofninn í 220 gráður.

4

Setjið tómatmaukið í eldfast mót, svo fiskinn ofan á tómatana, kryddið með salt og pipar.

5

Setjið sólþurrkuðu tómatana, ólífurnar og basiliku blöðin yfir fiskinn og bakið í 15 mín. eða þar til fiskurinn er eldaður í gegn.

Næringargildi

Fyrir 4