Falafel vefjur með hummus og chili mæjó

  ,   

janúar 31, 2018

Systurnar Helga og Júlía eru með eina vinsælustu vegan síðu á Íslandi undir nafninu Veganistur.is

Markmið þeirra er að veita öðrum hugmyndir og innblástur að öllu sem kemur að vegan matargerð og hafa hjálpað fjölda einstaklinga að taka sín fyrstu skref í átt að kjötlausum lífstíl.

Einnig er hægt er að fylgjast með Veganistum á Instagram og Snapchat undir nafninu veganistur.is.

  • Matur fyrir: 3-4

Hráefni

1 pakki vefjur - Við mælum með Planet Deli eða Banderos

1 poki falafelbollur frá Hälsans Kök - Pakkinn er 300g og miðast við þrjá fullorðna

Hummus frá Tribe

Sriracha mæjó frá Flying goose

Rauðlaukur (má sleppa)

Kirsuberjatómatar (má sleppa)

Salat að eigin vali

Leiðbeiningar

1Eldið falafelbollurnar eftir leiðbeiningum á pakkanum. Það er bæði hægt að steikja þær á pönnu eða í bakaraofni og við mælum með því síðarnefnda.

2Hitið vefjurnar í nokkrar sekúndur í ofninum eða í örbylgjuofni.

3Smyrjið vefjuna með hummus, raðið falafelbollunum og því grænmeti sem ykkur lystir ofan á og endið svo á sriracha mæjóinu. Það er virkilega bragðgott en heldur sterkt svo við mælum með að setja ekki of mikið til að byrja með.

4Rúllið vefjurnar upp og njótið!

00:00

0 Umsagnir

All fields are required to submit a review.

Aðrar uppskriftir

Bragðsprengju spaghettí og kjötbollur

Sætkartöflu mús

Ítalskar nautahakksbollur með tómat basilsósu

Leita að uppskriftum