Einfalt hvítlauksbrauð vegan

  

janúar 10, 2018

Systurnar Helga og Júlía eru með eina vinsælustu vegan síðu á Íslandi undir nafninu Veganistur.is

Markmið þeirra er að veita öðrum hugmyndir og innblástur að öllu sem kemur að vegan matargerð og hafa hjálpað fjölda einstaklinga að taka sín fyrstu skref í átt að kjötlausum lífstíl.

Einnig er hægt er að fylgjast með Veganistum á Instagram og Snapchat undir nafninu veganistur.is.

Hráefni

Baguette

Vegan smjör eftir smekk

1-2 hvítlauksgeirar (fer eftir því hversu mikið smjör notað er)

Örlítið salt

Leiðbeiningar

1Skerið baguette í sneiðar. Ekki skera alveg niður samt heldur búið til svona djúpar rákir en passið að brauðið haldist ennþá saman

2Blandið saman 2 msk smjöri og 2 pressaða hvítlauka. Það fer alfarið eftir smekk hversu mikið hvítlaukssmjör fólk vill hafa.

3Skiptið smjörinu niður í rákirnar og troðið því vel á milli. það má alveg verða smá eftir ofan á brauðinu, það er bara betra

4Setjið í ofninn á 200°c í nokkrar mínútur eða þar til brauðið er orðið smá gullið að ofan og smjörið alveg bráðið innan í

00:00

0 Umsagnir

All fields and a star-rating are required to submit a review.

Aðrar uppskriftir

Kjötsúpa

Tagliatelle chilí rækju pasta

Tzatziki lax með hrísgrjónum

Leita að uppskriftum