Chilí tómatsúpa

  , ,

maí 2, 2017

Girnileg og ilmandi súpa sem kemur úr smiðju snillingsins Jamie Oliver. Hér er notast við geggjaða tómata og chilli pastasósu sem er úr Jamie Oliver vörulínunni og þroskaða tómata og úr verður ekta tómatsúpa með mildu chillíbragði.

  • Matur fyrir: 4-6

Hráefni

1 krukka Jamie Oliver tómata og chilli pastasósa

1 laukur, gróflega saxaður

1 hvítlauksrif, gróflega skorið

1 gulrót, gróflega skorin

1 búnt ferskt kóríander, laufin tekin af og stilkarnir saxaðir

Jamie Oliver ólífuolía

750 g þroskaðir tómatar

1 l kjúklingasoð

Sjávarsalt og pipar

Sýrður rjómi

Leiðbeiningar

1Setjið lauk, hvítlauk, gulrót og stilka af kóríander í pott ásamt góðum slurki af ólífuolíu. Látið malla í pottinum í um 10 mínútur og hrærið reglulega.

2Sjóðið vatn og látið tómatana í sjóðandi vatnið í eina til tvær mínútur. Takið þá úr vatninu og látið kalt vatn renna á þá. Takið hýðið af þeim og hendið því en saxið tómatana gróflega. Bætið í pottinn ásamt soðinu og pastasósunni. Látið malla í aðrar 20 mínútur með lokinu á.

3Maukið súpuna með töfrasprota eða látið í matvinnsluvél. Hellið aftur í pottinn og hitið.

4Hellið í skálar og berið fram með sýrðum rjóma, söxuðum kóríanderlaufum og mögulega söxuðu chillí fyrir þá allra hörðustu.

Þessi uppskrft er frá Berglindi - Gulur, rauður, grænn og salt, http://grgs.is/2017/04/23/chilli-tomatsupa/

00:00

0 Umsagnir

All fields are required to submit a review.

Aðrar uppskriftir

Mexíkósk vefja með hakki og salsa sósu

Basilkjúklingur með mjúku penne pasta og rifnum parmesanosti

Sumarsalat með jarðarberjum og kúskús

Leita að uppskriftum