Chilí tómatsúpa


[cooked-sharing]

MagnFyrir 4
 1 krukka Jamie Oliver tómata og chilli pastasósa
 1 laukur, gróflega saxaður
 1 hvítlauksrif, gróflega skorið
 1 gulrót, gróflega skorin
 1 búnt ferskt kóríander, laufin tekin af og stilkarnir saxaðir
 Jamie Oliver ólífuolía
 750 g þroskaðir tómatar
 1 l kjúklingasoð
 Sjávarsalt og pipar
 Sýrður rjómi
1

Setjið lauk, hvítlauk, gulrót og stilka af kóríander í pott ásamt góðum slurki af ólífuolíu. Látið malla í pottinum í um 10 mínútur og hrærið reglulega.

2

Sjóðið vatn og látið tómatana í sjóðandi vatnið í eina til tvær mínútur. Takið þá úr vatninu og látið kalt vatn renna á þá. Takið hýðið af þeim og hendið því en saxið tómatana gróflega. Bætið í pottinn ásamt soðinu og pastasósunni. Látið malla í aðrar 20 mínútur með lokinu á.

3

Maukið súpuna með töfrasprota eða látið í matvinnsluvél. Hellið aftur í pottinn og hitið.

4

Hellið í skálar og berið fram með sýrðum rjóma, söxuðum kóríanderlaufum og mögulega söxuðu chillí fyrir þá allra hörðustu.

Þessi uppskrft er frá Berglindi - Gulur, rauður, grænn og salt, http://grgs.is/2017/04/23/chilli-tomatsupa/

Innihaldsefni

 1 krukka Jamie Oliver tómata og chilli pastasósa
 1 laukur, gróflega saxaður
 1 hvítlauksrif, gróflega skorið
 1 gulrót, gróflega skorin
 1 búnt ferskt kóríander, laufin tekin af og stilkarnir saxaðir
 Jamie Oliver ólífuolía
 750 g þroskaðir tómatar
 1 l kjúklingasoð
 Sjávarsalt og pipar
 Sýrður rjómi

Leiðbeiningar

1

Setjið lauk, hvítlauk, gulrót og stilka af kóríander í pott ásamt góðum slurki af ólífuolíu. Látið malla í pottinum í um 10 mínútur og hrærið reglulega.

2

Sjóðið vatn og látið tómatana í sjóðandi vatnið í eina til tvær mínútur. Takið þá úr vatninu og látið kalt vatn renna á þá. Takið hýðið af þeim og hendið því en saxið tómatana gróflega. Bætið í pottinn ásamt soðinu og pastasósunni. Látið malla í aðrar 20 mínútur með lokinu á.

3

Maukið súpuna með töfrasprota eða látið í matvinnsluvél. Hellið aftur í pottinn og hitið.

4

Hellið í skálar og berið fram með sýrðum rjóma, söxuðum kóríanderlaufum og mögulega söxuðu chillí fyrir þá allra hörðustu.

Chilí tómatsúpa